Morgunn - 01.06.1968, Blaðsíða 74
Sýnir Guðbjargar
☆
Frú Guðbjörg Sigurðardóttir, húsfreyja að Stóruvöllum
í Bárðardal, er greind kona og merk eins og hún á kyn til.
Hún er dóttir þeirra ágætu hjóna Sigurðar Jónssonar í
Yztafelli, alþingismanns og ráðherra um skeið, og konu
hans Kristbjargar Marteinsdóttur. Þau eru nú látin fyrir
löngu, en minning þeirra lifir. Frú Guðbjörg er nú aldin að
árum, en hún er sannfærð um það, að eftir kvöld þessa jarð-
lífs og nótt þess, sem við nefnum dauða, muni rísa morg-
unn nýs dags áframhaldandi lífs og þroska. Um þetta hefur
margvísleg reynsla hennar sjálfrar stöðugt verið að sann-
færa hana betur og betur.
Guðbjörg á Stóruvöllum hefur sent mér allmikið af göml-
um minnisblöðum, þar sem hún hefur skráð jafnóðum ýms-
ar dulsýnir, sem fyrir hana hafa borið, einkum á árunum
milli 1950—’60. En hún fór ekki að verða vör þessarar gáfu
eða veita henni eftirtekt fyrr en hún var komin um fimm-
tugsaldur, en hún er fædd árið 1891. Ég hef talið rétt að
birta í Morgni nokkrar af frásögnum hennar og varðveita
þær þannig frá glötun og gleymsku.
Um það geta að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir hvílíkt
sannanagildi þessar sýnir hafi um framhaldslífið og sam-
bandið við látna vini eftir líkamsdauðann. Þetta er fyrst
og fremst persónuleg reynsla og játning, sem meginsann-
anagildið hefur fyrir þann, sem sýnirnar sér og áhrif þeirra
reynir. En sýnir af svipuðu tagi eru engan veginn óalgeng-
ar bæði nú og fyrr, eins og óteljandi dæmi sýna og sanna
bæði forn og ný.
Við höfum ekki leyfi til þess að dæma allt slíkt einbera