Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Síða 75

Morgunn - 01.06.1968, Síða 75
MORGUNN 69 skynvillu, sjálfsblekking og hégóma. Dulskyggnigáfan er staðreynd. Henni ber að gefa fullan gaum. Hana á að rann- saka með gaumgæfni engu síður en önnur fyrirbæri sálar- lífsins og raunar tilverunnar yfirleitt. Flestar sýnir og dulheyrnir Guðbjargar á Stóruvöllum eru í sambandi við jarðarfararathafnir. Þær virðast gefa til kynna, að hinn látni sé þar nálægur og fylgist með því, sem fram fer. Hér skal nú sagt frá nokkrum þeirra. Ekki í kistunni. Tengdafaðir minn Páll H. Jónsson andaðist háaldraður Þann 10. maí 1965. Jarðarför hans dróst nærri þrjár vikur Vegna heimilisástæðna. Við húskveðjuna sat nánasta fólk hans við kistuna. Ég sat þar fremst á bekknum. Skyndilega sækir að mér þvílíkt máttleysi og svefndrungi, að ég varð a<5 taka á öllu sem ég átti til, svo fólkið skyldi ekki sjá hvernig mér leið og halda, að það væri að líða yfir mig. En hetta leið hjá eftir dálitla stund, og jafnframt greip mig userri ómótstæðileg löngun til þess að banka í kistuna vegna hess, að því var eins og þrýst inn í vitund mína, að hún væri tóm. Þetta var eins og hver önnur fjarstæða, sem ég gat þó ekki hrundið úr huga mínum. Þá heyri ég, að gengið er inn í stofuna og finnst ég líta upp. Fg sé gamla manninn koma inn klæddan sínum venjulegu fötum og með stafinn sinn í hendinni. Ég heyri hljóðið, þeg- ar stafurinn snertir gólfið. Hann er brosandi, gamli maður- lnn, nærri því glettinn á svipinn Og þegar hann kemur til ú'ín, bendir hann með stafnum á líkkistuna sína og segir: >.Þið haldið, að ég sé þarna í henni, en ég er farinn þaðan fyrir löngu. Ég nennti ekki að bíða þar endalaust. Ég bara fór mína leið.“ Ég gleymi ekki góðlátlega brosinu hans. Það var eins og honum væri beinlínis skemmt, að við skyldum stara svona döpur á tóma kistuna. Svo kom ég aftur til sjálfrar mín. Sýnin var horfin og ég fylgdist á ný með athöfninni og þvi, sem þar fór fram.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.