Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 75
MORGUNN
69
skynvillu, sjálfsblekking og hégóma. Dulskyggnigáfan er
staðreynd. Henni ber að gefa fullan gaum. Hana á að rann-
saka með gaumgæfni engu síður en önnur fyrirbæri sálar-
lífsins og raunar tilverunnar yfirleitt.
Flestar sýnir og dulheyrnir Guðbjargar á Stóruvöllum
eru í sambandi við jarðarfararathafnir. Þær virðast gefa til
kynna, að hinn látni sé þar nálægur og fylgist með því, sem
fram fer. Hér skal nú sagt frá nokkrum þeirra.
Ekki í kistunni.
Tengdafaðir minn Páll H. Jónsson andaðist háaldraður
Þann 10. maí 1965. Jarðarför hans dróst nærri þrjár vikur
Vegna heimilisástæðna. Við húskveðjuna sat nánasta fólk
hans við kistuna. Ég sat þar fremst á bekknum. Skyndilega
sækir að mér þvílíkt máttleysi og svefndrungi, að ég varð
a<5 taka á öllu sem ég átti til, svo fólkið skyldi ekki sjá
hvernig mér leið og halda, að það væri að líða yfir mig. En
hetta leið hjá eftir dálitla stund, og jafnframt greip mig
userri ómótstæðileg löngun til þess að banka í kistuna vegna
hess, að því var eins og þrýst inn í vitund mína, að hún væri
tóm. Þetta var eins og hver önnur fjarstæða, sem ég gat þó
ekki hrundið úr huga mínum.
Þá heyri ég, að gengið er inn í stofuna og finnst ég líta upp.
Fg sé gamla manninn koma inn klæddan sínum venjulegu
fötum og með stafinn sinn í hendinni. Ég heyri hljóðið, þeg-
ar stafurinn snertir gólfið. Hann er brosandi, gamli maður-
lnn, nærri því glettinn á svipinn Og þegar hann kemur til
ú'ín, bendir hann með stafnum á líkkistuna sína og segir:
>.Þið haldið, að ég sé þarna í henni, en ég er farinn þaðan
fyrir löngu. Ég nennti ekki að bíða þar endalaust. Ég bara
fór mína leið.“
Ég gleymi ekki góðlátlega brosinu hans. Það var eins og
honum væri beinlínis skemmt, að við skyldum stara svona
döpur á tóma kistuna. Svo kom ég aftur til sjálfrar mín.
Sýnin var horfin og ég fylgdist á ný með athöfninni og þvi,
sem þar fór fram.