Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 76

Morgunn - 01.06.1968, Page 76
70 MORGUNN Ætlarðu ekki að syngja yfir mér, frænka? Þegar frændi minn og sveitungi, Helgi á Kálfborgará, var jarðsunginn, var sólskin og sumar og yndislegt veður. Húskveðjan fór fram úti, rétt sunnan við húsið. Söngflokk- urinn stóð næstur kistunni, en hitt fólkið skipaðist í kring. Ég stóð utarlega í hópnum. Allt í einu heyri ég og þekkti rödd Helga á bak við mig. Hann segir: „Ætlarðu ekki að syngja yfir mér, frænka?“ Ég gat ekki neitað þeirri bón. Ég færði mig innar í hringinn til söngfólksins og tók undir sönginn. Hann lihistaði á sönginn. Þegar Guðrún Jónasdóttir á Lundarbrekku var jarðsung- in, sat ég innarlega í kirkjunni. Líkkistan blasti við mér að- eins fáein fet i burtu. Þá veit ég ekki fyrri til en ég sé kistu- lokið lyftast þannig, að það opnast að endilöngu, og vængir þess falla niður með kistuhliðum báðum megin, líkt og væru þeir á hjörum. Um leið var eins og mjailhvítur slæðuhjúpur vefðist yfir allt saman. Og upp af þessum hvíta beði reis hin látna kona og stóð á kirkjugólfinu fyrir framan mig. Hún var sýnilega að hlusta á sönginn í kirkjunni. Að loknum sálminum veifar hún til söngfólksins og segir: „Þetta var fallegur söngur og ég þakka ykkur fyrir hann.“ Svo hvarf hún. Kistan fékk aftur sitt venjulega yfirbragð og svip. En svo skýr var þessi sýn, að ég gat ekki annað en horft í kring um mig og gefið fólkinu í kirkjunni auga. Mér fannst, að allir hlytu að hafa séð þetta eins og ég. Lýs, milda ljós. Ég er stödd í Lundarbrekkukirkju við útför Sigrúnar Þorvaldsdóttur húsfreyju frá Víðikeri í Bárðardal. Það er margt fólk í kirkjunni. Karlakór Mývetninga annast söng- inn. Þeir eru að syngja sálminn: Lýs, milda Ijós, í gegnum þennan geim. Ég hlusta á sönginn. Þá breytist allt umhverf- ið. Ég heyri að vísu sönginn, en söngflokkurinn er horfinn. 1 stað hans sé ég Sigrúnu standa þar í einkennilegum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.