Morgunn - 01.06.1968, Síða 77
MORGUNN
71
fögrum ljóma. Á bak við hana hafa uppkomnir synir henn-
ar sjö skipað sér í hálfhring. Hún er sparibúin, í hvítri
skyrtu og svörtum bol með silfursylgjur á barmi og rönd-
ótta svuntu. 1 hendinni hélt hún á stóru, logandi kerti, bláu
að lit. Þannig stóð hún um stund og horfði fram eftir kirkj-
unni. Síðan sneri hún sér að drengjahópnum sínum, og hin-
ir undurskæru geislar frá ljósinu hennar féllu á andlit hvers
Þeirra um sig, líkt og glitrandi geislastafir. Og mér varð
Ijóst, að þannig vildi hún og mundi lýsa þeim öllum, þótt
hún væri horfin þeim að líkamlegri sýn. Að lokum sneri hún
sér við á ný. Friður og gleði ljómaði á andliti hennar. Hún
hélt kertinu hátt. Ljómi þess lýsti fram yfir alla kirkjuna.
Sýnin hvarf. Ég var aftur orðin eins og ég á að mér að
Vera. Söngflokkurinn slóð aftur á sínum stað í kirkjunni.
Hann var að syngja síðasta versið: Þú Ijós, sem ávallt lýsa
vildir mér, þú logar enn.
Ekki farinn ennþá.
Sigurður Lúther Vigfússon gestgjafi á Fosshóli við Skjálf-
andaf]jótsbrúna andaðist á öndverðum vetri 1959. Hann
var drengur hinn bezti, glaður og reifur jafnan, greiðamað-
Ur hinn mesti. Húskveðja fjölmenn fór fram að Fosshóli og
Þar annaðist söng karlakór Reykdæla. Líkkistan stóð inni
1 vestari stofunni og sátu þar inni nánustu ættingjar og
vinir. 1 fremri stofunni, sem var miklu stærri, var söng-
Rokkurinn og hljóðfærið og margt gesta. Ég var ein á með-
al þeirra.
h*egar nýbyrjað var að syngja, heyri ég, að einhver kem-
Ur fram úr hinni stofunni og fer hratt. Ég leit upp og þótti
þetta undarlegt. Sé ég þá hvar Sigurður snarast fram eftir
gólfinu í áttina til söngflokksins. Um leið og hann skundar
fram hjá mér, lítur hann brosandi til mín og segir: „Ójá,
góða mín. Ég er ekki alveg farinn frá ykkur ennþá.“ Síðan
hraðar hann sér inn í hóp söngmannanna — og hverfur.