Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 78
72
MORGUNN
Ég verð að láta nægja, að birta aðeins þessar fáu sýnir
úr syrpu frú Guðbjargar. Þær eru endursagðar af mér og
sumar örlítið styttar, en efnislega réttar eftir handriti
hennar. Fyrir hana hafa einnig borið margar fagrar og
unaðslegar myndir, sumar sennilega táknræns eðlis, og hef-
ur hún þá stundum komizt í ástand hrifningar, sem erfitt
er að lýsa, og hlustað á söng og hljóma, sem ekki er unnt
að segja frá með orðum, svo að aðrir geti fengið rétta hug-
mynd um þá hlið reynslu hennar.
Um dularreynslu sina segir hún að lokum:
„Þeir eru margir, sem sjálfir þurfa að heyra og sjá og
þreifa á til þess að trúa. Og á meðan þeir öðlast ekki slíka
persónulega reynslu, neita þeir því statt og stöðugt, að öðr-
um sé gefið að sjá annað og meira en þeir geta orðið varir
við. En hvað sem þeir kunna að hugsa eða halda um sýnir
mínar, þá haggar það ekki þeirri sannfæringu minni, að
fyrir mér eru þær veruleiki — ekki tilbúningur minn eða
skáldskapur. Ég er þakklát fyrir þá náðargáfu, sem Guð
hefur gefið mér. Hún hefur verið mér óendanlega mikils
virði. Hún hefur opnað mér heima fegurðar og hljóma, dýr-
legri og æðri en orð fá lýst, eða skáldið skapað í list sinni og
ljóði.“
Það kann að vera eðlilegt á þessari köldu öld véltækninn-
ar og vísindalegrar nákvæmni, að vera tortrygginn á allt
það, sem ekki er hægt að þukla á með höndunum, eða sanna
með útreikningum tölvanna og aðstoð hinna nákvæmu mæli-
tækja. En við lifum ekki á tortryggninni né hinni neikvæðu
afstöðu. Við þörfnumst þeirra augna, sem horfa hærra og
lengra fram á veginn, eygja takmark og tilgang lífsins, sjá
líkt og augun hennar Helgu, „í gegn um holt og hæðir og
hellirinn".
S. V.