Morgunn - 01.06.1968, Síða 79
Ritstjórarabb
☆
Sívaxandi
áhugi á sálar
rannsóknum.
Áhugi manna á sálarrannsóknum og marg-
háttuðum dulrænum fyrirbærum virðist
fara ört vaxandi með þjóðinni, þrátt fyrir
það þótt fleira dragi nú hugina í ólíkar
áttir en áður var, og margir virðast hafa lítinn tíma og næði
til að hugsa fyrir hávaða og ys daganna. Félögum í Sálar-
rannsóknafélagi Islands fer fjölgandi með hverju ári. Fund-
ir þess hafa að vísu ekki verið margir í vetur, en þeir hafa
yfirleitt verið vel sóttir. Og á skyggnilýsingafundum þeim,
sem Hafsteinn Björnsson miðill hefur haft á vegum félags-
ins, hafa verið að minnsta kosti að jafnaði um eða yfir 400
manns, eða svo margt sem húsrýmið frekast leyfði. Hafa
jafnan færri komizt að en vildu og óskuðu eftir. Aðalfund-
ur félagsins hefur enn ekki verið haldinn, þegar þetta er
ritað, og verður því nánari skýrsla um starf félagsins á ár-
inu, svo og reikningar þess að bíða birtingar. Verður frá
þessu skýrt í næsta hefti Morguns.
Starfandi eru Sálarrannsóknafélög á Akureyri, í Hafnar-
firði og á Selfossi, og hefur starfsemi þeirra verið með mikl-
um blóma. Ársskýrslur þeirra hafa mér enn ekki borizt í
hendur nema úr Hafnarfirði. Víða mun vera fyrir hendi í
kaupstöðum og kauptúnum áhugi á stofnun slíkra félaga, og
má vænta þess að hann leiði til framkvæmda áður en langt
líður. — 1 Vestmannaeyjum hefur stofnun slíks félags verið
á döfinni og má vera, að félag þar sé nú formlega stofnað,
þó ekki hafi það verið tilkynnt. — Tímaritið Morgunn kem-
ur sem fyrr út tvisvar á ári, og mun tala áskrifenda fara
vaxandi.