Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 80

Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 80
74 MORGUNN Allt er þetta gleðilegur vottur þess, að fólkið vill kynna sér þessi mál og hugsa um þau. Hinu er þó ekki að neita, að sjálfstæð hugsun á sennilega erfiðara uppdráttar í þessu þjóðfélagi nú en nokkru sinni fyrr. Liggja til þess margar ástæður og miklu fleiri en hér verður drepið á í stuttu rabbi. Þeir eru orðnir svo margir og áleitnir upp á síðkastið, sem vilja hugsa fyrir okkur og hafa svo öflug tæki til að miðla okkur bæði hugs- unum og skoðunum, að við komumst varla sjálf að til þess að hugsa málin hver fyrir sig. Og til kunna að vera þeir, sem finnst það ekki annað en tímaeyðsla og óþarfi, að vera að burðast við að hugsa og mynda sér skoðanir, úr því menn geta fengið þetta allt tilbúið og heimsent með blöðum og útvarpi. Blöðin framreiða handa okkur þær skoðanir, sem flokk- arnir, sem að þeim standa, telja hollast að nærast á, að minnsta kosti fyrir þá, sem náð hafa kosningaaldri. Þennan mat hafa blöðin á boðstólum bæði hráan og snöggsoðinn, steiktan, kryddaðan, og eru jafnvel fús til að tyggja hann í mann hvað eftir annað. Það, sem helzt setur mann í vanda er það, að blöðin kepp- ast einnig um að brýna það fyrir mönnum, að allt, sem hin blöðin beri á borð, sé bæði óhollt og jafnvel stórskaðlegt fyr- ir meltinguna. Þess vegna eru menn í vanda, hvað eigi að gleypa og hverju að hrækja út úr sér. Sumir verða fyrir vikið svo varfærnir, að þeir þora ekki að kyngja neinu niður af þeirri sundurleitu pólitísku fæðu, sem blöðin færa þeim. Lái ég það raunar engum. Otvarp og sjónvarp hafa einnig sitt hvað á boðstólum og færa mönnum það beint upp í opið geðið allan liðlangan dag- inn og fylla bæði eyru og augu. Og ætla ekki að fara að lasta útvarpið, sem slíkt. Það er undursamlegt tæki, og dásamlegt, að geta heyrt og séð samtímis um allt landið, það sem þar er fram borið. En vel mætti og ætti að vanda þar betur til en gjört er. Einmitt vegna þess, hve útvarpið getur verið stór- Fólkið vill hugsa um þessi mál og kynna sér þau, sem betur fer.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.