Morgunn - 01.06.1968, Síða 82
MORGUNN
16
virðingu fyrir líkamanum og þörfum hans, raunverulegum
og ímynduðum, held ég þó, að sál okkar og innsta eðli sé það,
sem mestu máli skiptir að vita rétt deili á.
Eitt af þvi, sem ljóst sýnir áhuga manna á
æ ur um þessum málefnum er það, að á hverju ári
dulræn efm. .
koma ut her fleiri og færri bækur um þessi
mál, ýmist frásagnir um dulræna reynslu fólks hér á landi
eða þýddar bækur um svipað efni. Þessar bækur munu yfir-
leitt seljast vel, þrátt fyrir mikla samkeppni á bókamarkað-
inum. En, eins og kunnugt er, kemur allur þorri nýrra bóka
á íslenzku út á einum mánuði, jólamánuðinum. Um það má
deila, hvort þetta er heppiiegt, og skal það atriði ekki gert
að umræðuefni.
Þegar desemberhefti Morguns var prentað í lok nóvem-
bermánaðar, var ekki kunnugt um, hvaða bækur um þessi
málefni mundu koma á jólamarkaðinn. Af því leiddi að sjálf-
sögðu, að ekki var unnt að geta um þær þá. Úr þessu skal nú
nokkuð bætt, og lesendum Morguns sagt lauslega frá tveim
bókum, er þá komu út og um dulræn efni f jalla. önnur þeirra
nefnist Eiríkur skipherra: Draumar og dulskynjanir og er
skráð af Gunnari M. Magnúss rithöfundi, hin er eftir frú El-
inborgu Lárusdóttur skáldkonu, og nefnist hún Dulrœn
reynsla mín. Fleiri bækur kunna að hafa komið út í þessu
jólabókaflóði, en ekki hafa þær borizt mér í hendur.
Hið fjölbreytilega val nútímans á öllum sviðum lífsins
skapar vanda, sem við enn höfum ekki áttað okkur nægi-
lega vel á eða fundið heppileg ráð tii að leysa. Það er aug-
ljóst mál, að nú er brýn þörf á heilbrigðri, sanngjarnri og
öfgalausri gagnrýni, ekki aðeins á bækur og blöð, heldur
einnig á efnisval þess, sem birt er í útvarpinu eða sjónvarpið
býður okkur að horfa á. Við höfum hér um svo margt að
velja eða hafna að óséðu, að ekki má hending ein ráða hvað
valið er hverju sinni. Mér er ljóst, að slíkar leiðbeiningar eru
vandasamar, en slíks aðhalds er vissulega þörf. Þjóðin má
ekki og á ekki að láta bjóða sér allt. Það eitt er ekki nægileg