Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Side 7

Morgunn - 01.06.1994, Side 7
Fylgt úr hlaði Þeir eru fáir einstaklingamir sem Sálarrannsóknafélag íslands á jafn mikla skuld að gjalda og Haraldur Nielsson. Það er því ánægjuefni að geta hér birt fyrri hluta merkrar samantektar sem Pétur Pétursson prófessor í guðfræði við Háskóla íslands hefur unnið. I þessari samantekt sinni um Harald segir Pétur m.a.: Margir telja Harald meðal merkustu kennimanna í íslenskri klerkastétt. Það er ekki ofsögum sagt að enginn íslenskur predikari á fyiri hluta 20. aldar hafi haft meiri áhrif á þjóð sína og séra Haraldur. Segja má að það predikunarstarf sem hann hóf í Fríkirkjunni í Reykjavík árið 1914 hafí átt mikinn þátt í þeim vinsældum og áhrifum sem spíritisminn hafði meðal Islendinga fram á okkar daga. Það er því löngu tímabært að ævi og starfi Haraldar sé gerð nokkur skil á síðum þessa tímarits og víðar. I raun hefur lítil sem engin tilraun verið gerð til þess að skoða áhrif spíritism- ans á trúarlíf hér á landi, - hvorki í sögulegu samhengi né hugmyndafræðilegu. Það er verkefni sem Sálarrannsóknafélag Islands ætti að leggja lið. Pétur vinnur nú að umfangsmeiri samantekt um ævi og störf Haraldar Níelssonar þar sem hann byggir heimildavinnu sína m.a. á áður óbirtum bréfum, dag- bókum og fundagerðabókum Tilraunafélagsins. Það er félagsmönnum vonandi ánægjuefni að líta hér í tímaritinu frásögn bandaríska rithöfundarins Michael Crichtons af kynnum hans af spíritistasamtökum í Bretlandi, sem hann reyndar kallar „dulræna veis!uborðið“. Skoðun hans á starfsemi þessara félaga á erindi við félaga SRFÍ, þó ekki væri nema vegna þess að í henni birtist viðleitni til þess að meta hvort gengið hafi verið götuna til góðs og hvort sú gata 5

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.