Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Side 17

Morgunn - 01.06.1994, Side 17
MORGUNN en klukkutíma. En þeim atburði hafði ég steingleymt þar til ég var minntur á hann, svo ekki hefði ég getað „lekið“ þeim upplýsingum til miðilsins. Mér var því ljóst hvað gat ekki hafa skeð, en verr gekk að útskýra hvað hafði skeð og hvernig bæri að túlka það. Sérstaklega átti ég erfitt með að stökkva frá því að viðurkenna mögulega innsýn í fortíð mína og yfir í að viðurkenna að hægt væri að sjá inn í framtíðina. Að sjá inn í framtíðina fannst mér bara allt annar handleggur en að sjá fortíðina. Fyrir það fyrsta þá getum við öll tjáð okkur um fortíðina. Eg get t.d. sagt þér eitthvað úr fortíð minni og þá veist þú það. Það er ekkert dularfullt við það. Hæfileikinn til að framkvæma það sama án þess að upplýsingarnar væru gefnar upp munnlega fannst mér ég geta flokkað sem fíngerðari leið til upplýsingamiðlunar. Ég átti ekki erfitt með að kyngja því þó svo að ég skildi ekki nákvæmlega hvernig það ætti sér stað. Á hinn bóginn fannst mér hugmyndafræðilega eitthvað rangt við að sjá framtíðina. Á sama hátt og það var hugmynda- fræðilega rangt að geta ferðast hraðar en ljósið. Fortíðin var þó til, hún hafði átt sér stað. Framtíðin var enn ekki til og hvernig var þá hægt að sjá hana? Ég var heldur ekki viss um að ég væri að fá svo mikið af upplýsingum um framtíðina, aðallega var það um fortíðina og núið. Þessar vangaveltur komu hiki á mig þegar ég var að tala við John. „Hvað finnst þér skemmtilegt við að fara til þessa fólks?“ spurði John. „Bara....ég veit það ekki. Það er bara áhugavert“. Þetta var besta svarið sem ég gat komið með. Og á margan hátt gildir það enn. Svo bauðst ég til að panta tíma fyrir hann næst þegar ég l'æri. 15

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.