Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 22

Morgunn - 01.06.1994, Page 22
MORGUNN Kannski og kannski ekki, það var mín skoðun. Og þá hafði ég hugfast hvernig fór fyrir Conan Doyle og lofaði sjálfum mér að gera ekki sömu mistök og hann. A leiðinni heim með flugi var eins og táknmynd alls þessa birtist mér. Eftir að ég kom á flugvöllinn var tilkynnt um töf á fluginu og farþegarnir látnir bíða í margar klukkustundir. Loksins ákvað flugfélagið að hefja flugið að loknum viðgerðum, svo allir gengu um borð og boðið var upp á drykki. Nú var komið myrkur úti. Ég sat í sæti mínu með drykkinn í hendinni og las í bók, en lít sem snöggvast út um gluggann og út í myrkrið, þá finnst mér eins og vélin sé komin á loft. í því ekur flugvallarbíll framhjá glugganum mínum og blekkingin verður að engu. Þegar engin fartæki voru sjánleg úr glugganum mínum þá læddist sama blekkingin að mér aftur. Mér leið svolítið svipað í sambandi við dulræn fyrirbæri. Það virtist eins og við værum á flugi, en mér fannst ég ætti að hinkra aðeins við og vera alveg viss um að ég væri ekki enn niðri á jörðinni. 20 i

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.