Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Síða 23

Morgunn - 01.06.1994, Síða 23
Pétur Pétursson Haraldur Níelsson s og upphaf spíritismans á Islandi I Inngangur Stefnur og straumar í andlegu lífi manna og þjóða eiga sínar orsakir, mótunar- og tilveruskeið. A seinni hluta 19.aldar og um síðustu aldamót urðu til róttækar hreyfingar sem réðust að rótum kristinnar trúar á forsendum vísindalegrar efnishyggju og guðsafneitunar. Margar þessar hugmyndir má rekja til ffönsku stjómarbyltingarinnar miklu í lok 18. aldar, en áhrifin birtust á mismunandi hátt í hinum ýmsu löndum. A Norðurlöndunum tengjast róttækar skoðanir í þessum efnum danska heim- spekingnum og bókmenntafræðingnum Georg Brandes sem hafði víðtæk áhrif á menntamenn á Norðurlöndunum svo og sósíal- ismanum sem oftast kom fram sem andkirkjuleg hi'eyfing. Þeir sem brugðusst til vamar gegn þessum árásum gerðu það á grundvelli trúarsannfæringar sinnar, þekkingar og samvisku. Ríkur þáttur í þessari andspymu var að sýna fram á með rannsóknum og vitnisburðum, hvemig veruleiki Guðs, framhaldslíf og hjálpræðisverk Guðs sonar væm veigamestu áhrifavaldar í jarðlífi mannsins og ódauðleika. Sálarrannsóknir komu mjög við sögu í þeirri vamarbaráttu. Þar var reynt að sýna og sanna hvert væri eðli og gildi manns- 21

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.