Morgunn - 01.06.1994, Page 26
MORGUNN
Haraldur tók virkan þátt í kirkjulegu starfi og guðfræðilegum
umræðum um aldamótin og hann fylgdist einnig með og tók
virkan þátt í félags- og menningarlífi í Reykjavík. Eins og nánar
verður greint frá í þessum erindum varð hann sannfærður um að
spíritisminn væri raunverulegur möguleiki, sem mundi efla trúarlíf
í landinu og styrkja kristna trú á þeim tímamótum sem aldamótin
voru í þessu tilliti. En það voru ekki aðeins aðstæðumar í andlegu
og félagslegu tilliti sem réðu svo miklu um sannfæringu hans
varðandi spíritismann heldur einnig persónulegar aðstæður
Haralds, þau vandamál sem hann var sjálfur að glíma við frá því að
hann kom heim frá guðfræðinámi við Kaupmannahafnarháskóla
árið 1897, og þar til hann lauk við þýðingu Gamlatestamentisins
um það bil tíu árum seinna.
Sá spíritismi sem hér um ræðir og sem útbreiddastur varð meðal
þjóðarinnar var boðaður undir kristnum formerkjum fyrst og
fremst. Leiðtogar hreyfingarinnar vildu efla og vekja kristna trú og
verja hana árásum. Þessi spíritismi mótaði trúarskoðanir fjölda
fólks, fólks sem sá ekki ósamræmi milli kenninga spíritista og
kenninga kirkjunnar. Margir sem urðu fyrir áhrifum frá
spíritismanum öðluðust nýja og sterkari trú á Krist og kenningar
hans.
I þessum erindum verður fjallað um þátt Haralds í upphafi og
mótun spíritismans fram til þess að hann hóf predikunarstarf sitt í
Fríkirkjunni í Reykjavík árið 1914. Stuðst verður við áður óbirt
bréf úr skjalasafni Haralds og predikanir sem fundist hafa eftir
hann frá því fyrir 1914. Þar er að finna ræður sem hann flutti sem
guðfræðinemi í Kaupmannahöfn og ræður við guðsþjónustur í
dómkirkjunni í Reykjavík svo og ræður sem hann hélt á lokuðum
samkomum spíritista í Tilraunafélaginu svonefnda. Einnig verður
stuðst við fundargerðir þess félags en það var þar sem spíritisminn
eins og við þekkjum hann hér á landi varð til. Þar mótaðist
Haraldur einnig sem guðfræðingur og má segja að þetta tímabil
hafi verið undurbúningurinn að því predikunarstarfi sem hann varð
24