Morgunn - 01.06.1994, Síða 28
MORGUNN
spíritismanum efnivið í predikun sína meðan hún var enn á
mótunarskeiði. Þær sýna hver áhrif spíritisminn hafði á lífsviðhorf
hans og hin ýmsu svið guðfræðilegrar hugsunar hans,
kirkjuskilning, kristsfræði og kenningar um fómarverk Krists og
um upprisuna svo eitthvað sé nefnt.
Guðsþjónustunum í Fríkirkjunni hefur verið lýst á eftifarandi hátt
af Asmundi Guðmundssyni biskupi sem sjálfsagt hefur sótt þær á
sínum tíma, en hann var nemandi Haralds og eftirmaður sem
kennari við Háskólann:
„Þessar „messur séra Haralds“, eins og þær voru oft nefndar,
settu svip á bæinn. Fólkið streymdi að þeim í stórhópum, svo að
oít urðu margir frá að hverfa. Það hlýddi hugfangið á hinn andríka
kennimann, sem talaði betur og fegur en aðrir menn, brennandi í
andanum. Þótt rödd hans væri veik og dálítið hás, þá heyrðist hvert
orð, og eldmóðurinn og sannfæringarþrótturinn á bak við gerðu
hana fallega. Kirkjan fylltist helgi og hrifningu og hjörtun tóku að
brenna...
Ahrifín af guðsþjónustunum náðu einnig víðar en um bæinn,
því að aðkomumenn víðsvegar að tóku einnig þátt í þeim, og
þannig bárust sterkir andlegir straumar um land allt...Fjöldi manns,
sem áður hafði látið kristindóminn sig litlu eða engu skipta,
hreifst nú með..“4
✓
Ymsar þær predikanir sem Haraldur flutti í Fríkirkjunni birtust í
/
predikunarsöíhum hans undir heitinu: Arin og eilífðin, sem út komu
í tveimur bindum árin 1920 og 1928. Þessar predikanir voru sums
staðar notaðar til húslestra í sveitum meðan sá siður enn hélst.
Einnig hafa ræður og predikanir eftir hann birst í bókunum Kirkjan
og ódauðleikasannanirnar sem út komu 1916 og aftur 1919,
Kristur og kirkjukenningarnar, sem út kom 1929 og Líjið og
ódauðleikinn, sem út kom 1951. Einstaka fyrirlestrar og ræður hafa
víðar birst á prenti og töluvert hefur verið þýtt eftir hann sérstaklega
á norðurlandamálunum. Sá er þetta talar hefur t.d. rekist á nýlegar
útgáfur af fyrirlestrum eltir hann á sænsku og portúgölsku.
26