Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 33

Morgunn - 01.06.1994, Page 33
MORGUNN innan handar við skipulagningu námsferðar Haialds til háskólans í Halle í Þýskalandi haustið 1899. Það bendir því ekkert til annars en Haraldur hafi við heimkomuna frá námi í Kaupmannahöfti verið á sömu línu í guðfræðilegum efinum og félagar hans í æskulýðsstarfi Heimatrúboðisins. Danska heimatrúboðið fjármagnaði húsakaup KFUM í Reykjavík, en sá húsakostur var forsenda fýrir hinum mikla framgangi sem KFUM átti að fagna undir leiðsögn séra Friðriks. Þess vegna litu dönsku leiðtogamir svo á, að stjóm dönsku félaganna bæri nokkra ábyrgð á starfínu í Reykjavík. Sennilega var hið ríflega fjárframlag (7000 danskar krónur) aðallega að þakka meðmælum Olferds Ricards við leiðtoga Danska heimatrúboðsins. Þegar það fréttist til Danmerkur að Haraldur Nielsson fengist við rannsóknir á miðlafyrirbærum í Reykjavík fannst Olferd það koma sér við og varð það tilefni til harðskeyttra bréfaskipta milli þessara fomvina árið 1906. Ég tel að sá skoðanaágreiningur sem þar birtist hafi haft nokkra þýðingu fyrir kirkjusögu íslands fyrri hluta þessarar aldar. Leiðtogar Danska heimatrúboðsins vildu að Haraldur gengi úr stjórn KFUM í Reykjavík vegna þess að hann tók þátt í starfsemi spíritista í Reykjavík. 1 bréfunum sem fóm á milli gerði Haraldur grein íyrir þátttöku sinni í sálarrannsóknunum, en tók því fjarri að Danska heimatrúboðið og KFUM í Kaupmannahöfn hefðu nokkurt vald til þess að víkja honum úr stjóm KFUM í Reykjavík, sem að hans mati var óháð danska félaginu. Haraldur sakaði sína gömlu dönsku vini um óþolandi afskipti og yfirráðahneigð gagnvart íslendingum í þessu máli og fyrir þröngsýni og afturhald í trúmálum. Honum fannst að afstaða þeirra til sálarrannsóknanna væri augljós vitnisburður um danska íhaldsemi og afturhald. Kvað hér við sama hljóð hjá Haraldi eins og mörgum löndum hans öðmm um óþolandi afskifti Dana af málefnum Islendinga. Olferd Ricard benti fomvini sínum á að stjóm félagsins í Reykjavík hefði alltaf haft danska félagið í ábyrgð fyrir húsakaupum og öðmm kostnaði við húsnæði félagsins í Reykjavík 31

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.