Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNN stuðning í góð brauð. Það varð hins vegar að ráði að hann tæki að sér vinnu við þýðingu Gamla testamentisins sem stóð fyrir dymm og var kostuð af Breska biblíufélaginu í London. Við þýðingar- störfín vann hann meira og minna í tíu ár. í tengslum við þýðingarstarfið fór hann í námsferðir til Kaupmannahafnar, Halle í Þýskalandi og Cambridge á Englandi veturinn 1899-1900. Það voru einkum kynnin af Englendingum sem höfðu mótandi áhrif á Harald og ekki er ofsögum sagt af því að hann hreifst af mörgu í trúar- og kirkjulífi þeirra. Skynsemis- trúin sem einkenndi sögulegar rannsóknir þýsku guðfræðinganna var ekki eins ríkjandi meðal enskra guðfræðinga. Þótt Haraldur tæki tillit til margs af því sem Þjóðverjamir lögðu til biblíurann- sóknanna þá er eins og honum hafi þótt þeir ganga of langt í gagnrýni sinni á helga dóma trúarinnar. Sá fjölbreytileiki í guðfræðilegum efnum sem hann varð var við meðal enskra presta virðist hafa höfðað meira til hans og ekki er ólíklegt að starf fijálsra safnaða utan ensku ríkiskirkjunnar hafi höfðað til hans. I þessu sambandi má benda á að R.J. Campell sem íslenskir nýguð- fræðingar aðhylltust hvað mest í upphafi aldarinnar var um tíma prestur safnaðarkirkjunnar, eða kongregationalista í London. Aldarfjórðungi áður hafði séra Matthías Jochumsson hrifíst af ýmsu í trúar- og kirkjulífi Englendinga en viðleitni hans til að vekja landa sína til nýbreyttni í kirkjumálum báru engan árangur. En nú var öldin önnur og ísland opið fyrir erlendum áhrifum eftir öðmm leiðum en frá Kaupmannahöfn. Kynni Haralds af menningu og trúailífi á England efldust einnig vegna fjölskyldutengsla hans við Eirík Magnússon ffæðimann og bókavörð í Cambridge. Móðir Bergljótar konu Haralds var systir konu Eiríks. Eríkur var oft milligöngumaður og talsmaður Haralds gagnvart Breska biblíufélaginu. Þeir urðu miklir mátar þótt aldursmunur væri nokkur og Haraldur var í mjög miklu áliti hjá Eiríki. Haraldur gisti oft á heimili þeirra hjóna og þeir Eiríkur skrifuðust á um margvísleg málefni. Böndin styrktust enn frekar vegna dvalar Bergljótar eiginkonu Haralds á heimili Eiríks 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.