Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Side 47

Morgunn - 01.06.1994, Side 47
viðleitni til að velja og hafna varðandi gildi einstakra rita og ritningastaða í Biblíunni. Jón Bjamason prestur Islendinga í Kanada var einn þeirra sem setti þessa kenningu á oddinn í barátunni við kristindómsgagnrýnina. Þessari lausn haínaði Har- aldur án þess þó að vera fyllilega sáttur við guðfræðina sem byggði á þýsku biblíugagnrýninni og lítið vildi með kraftaverkin og undrin gera. En kenningin um guðlegan innblástur stóðu vörð um gildi kraftaverkanna. Frjálslyndu guðfræðingamir þýsku litu á undrin og kraftaverkin nánast eins og goðsögur og ævintýri. Efnishyggjan og efahyggjan vom í upphafi nátengd hugtök í huga Haralds. Fyrir honum var efnishyggjan margrætt hugtak og var nánast samheiti yfir allt neikvætt og mannskemmandi í afkristnuðum lífsviðhorfum. Þeir sem fóm á annað borð að efast um sannleiksgildi kristinnar trúar voru þar með komnir út á hættubraut efnishyggjunnar. Það var efnishyggjan í öllum sínum margbreytilegu myndum sem fékk fólk til að draga kristindóminn í efa og síðan var rökrétt framhald af því að hafna honum alfarið. Þar með var siðferðisgmndvelli þjóðfélagsins ógnað. Þetta var það sem Haraldur var að glíma við í predikunum sínum um aldamótin. í ódagsettu bréfi frá Eiríki meistara í Cambridge, sem Haraldur svarar 17. maí 1903 er Eiríkur að ræða við Harald vin sinn um óvininn mikla efnishyggjuna og skilgreinir hana á eftirfarandi hátt: Aldarandinn er vísindalegur. Vísindin em köld. Kulið af þeim leggur inn í, og leikur um alt mannlegt líf. Kirkjan berst með straumnum. En hið sólhlýju elsku ideal Krists er orðið að niðursetningi á hreppi miskunnarlauss materialismusar; þessarar nirfiltilveru sem æ situr bogin yfir eigin hags-vog, en djöfullinn leggur til lóðin! Efnishyggja nútímans var í augum Haralds erkióvinurinn og hann talaði á einum stað í ræðu um Surtshelli efnishyggjunnar. A þessum nótum hafa þeir félagar rætt um efnishyggjuna. Eins og fram hefur komið hafa efasemdir Haralds sjálfs gert það að verkum að hann fór að skilja efasemdamennina betur og hann fór að gera greinarmun á því hvers eðlis efinn var. Hann ræðir 45

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.