Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 61
MORGUNN
Ef hú hefur til dœmis verið karlmaður flest þín líf
hefur skapast hiá þér misvœgi hvað varðar
reynsluöflun og þú hefur þá einnig aðeins getað
upplifað aðra hlið þeirra aleinda sem þú nefur
verio aðili að. Til að Ijúka þessum verkefnum,
reynslusöfnun og aleindum, verðurðu nú að vera
kvenmaður og upplifa aðstœður frá því sjónarhorni.
Konur í pessum sporum eiga oft afar mörg
ástarsambönd með karlmönnum til að vega upp á
móti öllum lífunum þegarþær voru karlmenn.
Þœr verða einnig að profa að vera mœður, systur,
frœnkur og ástkonur til að lœra sem flestar af
lexíunum sem tengjast því að vera kona.
Þar eð þroskaða skeiðið er tilfinningabundnast allra skeiðanna
er það oft auðveldara þeim sem hafa oft áður verið konur. Þær
sálir sem hafa oftar verið karlmenn lenda í auknum erfiðleikum
því nú þurfa þær allt í einu að læra að takast á við ákafar
tilfinningar.
Gamla sálin
Á þessu skeiði verður að útrýma öllu misræmi og ljúka því
sem ólokið er. Þær sálir sem hingað til hafa lifað fleiri lífum sem
karlmenn munu nú hafa tneiri tilhneigingu til að þjást af
sjálfsvanmati en þær sem eiga fleiri líf að baki sem konur.
Karl- og kvenorka plánetunnar.
I gegnum sína löngu sögu hefur plánetan sjálf farið til skiptis
í gegnum skeið karlorku og kvenorku. Á þeim skeiðum þegar
kvenorka hefur ríkt hafa verið við lýði fyrirbæri eins og
mæðraveldi, sköpun, innsæi og mikið verið um hvers kyns listir.
Á karlorkuskeiðunum hefur hins vegar mikið gætt feðraveldis,
áreitni, rökleiðslu og vísinda. Á okkar tímum er að eiga sér stað
breyting frá skeiði karlorku til kvenorkuskeiðs. Það einkennist
t.d. af gengi kvennabaráttunnar og því að tleiri konur gegna nú
áberandi ábyrgðar- og valdastöðum en áður og einnig fylgir
þessu breyting varðandi margt sem lýtur að heilsufari og
neysluvenjum. Það tekur þúsundir ára að ljúka hverju svona
59