Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Síða 66

Morgunn - 01.06.1994, Síða 66
MORGUNN Sálarhlutverkin eru yfirleitt innan vissra marka tíðni. Það sem væri lág tíðni fyrir prest væri há tíðni hjá lærdómsmanni. Há tíðni hjá stríðsmanni væri hluti af lágri tíðni hjá þjóni, þ.e. ef þær sköruðust. Þar sem tíðnin skarast,þ.e. lægsti hluti eins er hæsti hluti annars, eykur það skilning hlutverkanna innbyrðis. Því meiri munur sem er á tíðni hlutverka þeim mun erfiðara eiga þau með að skilja hvort annað. Hins vegar vekur þessi munur athygli þeirra hvort á öðm. Þetta sést best í tilviki þjóna og stríðsmanna. Fólk af ólíkri tíðni dregst að hvert öðm og er sem heillað af þeim þáttum sem em ólíkir. Oft má rekja árekstra í hjónaböndum til þessa mismunar því aðilamir skynja heiminn og haga sér á svo gerólíkan hátt. Konungur sem hefur háa tíðni (miðað við það sem er algengt meðal hessara lagtíðnieinstaklinga. þýð.) ognagleiksmaður með lága tíðni gœtu átt vel heppnað samhand sín á milli. Þeir vœru á svipuðum hraða og væru sammála um hvað þeir sœju. Hins vegar gœti komið til vandrœða a milli hátíðni- hagleiksmanns og lágtíðnikonungs. Konunginum gœti fundið hagteiksmaðurinn loftkenndur og án jarðtengingar; þolgæði hans væri stórlega áhóta- vant. Hagleiksmanninum með háu tíðnina gæti aftur á móti þótt konungurinn hægfara; þótt nann sitjafastur í hverju spon! Tíðni hvers og eins er nokkuð sveigjanlegt fyrirbæri og það er hægt að laga hana að þeim félagsskap sem verið er í þá stundina eða hafa áhrif á hana með vali viðfangsefna. Ef þú ert t.d. lærdómsmaður með 50% tíðni og ert samvistum við hagleiksmenn sem em með 80% tíðni ,þá geturðu farið upp í allt að 75% tímabundið til að geta verið í návist þeirra. En þú munt fyrr eða síðar hverfa aftur á þinn venjulega stað enda er hann þægilegri fyrir þig. Það varðar miklu að hafa hugfast að það er hvorki betra né verra að hafa hina eða þessa tíðnina. Þetta er smekksatriði, annað ekki. 64

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.