Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Side 67

Morgunn - 01.06.1994, Side 67
MORGUNN í stuttu máli þá er tíðni sálkjamans þíns titringur eða hraði sem einkennir þig öll þín líf. Það fer eftir tíðni þinni hversu vel þér líður í efnislegum líkama og hún gerir þér kleift að taka að þér verkefni sem henta einmitt tíðnihlutfalli þínu. Tíðni og hlutföll karl- og kvenorku Setjum nú þessa tvo þætti saman og sjáum hvemig þeir vinna í samhengi. 1. Há tíðni, 90%, gerir hagleiksmann hraðfara og afar fljótandi. Að auki hefur þessi hagleiksmaður 75% kvenorku og 25% karlorku. Þessi samsetning hárrar tíðni og mikillar kvenorku gerir það að verkum að þessum hagleiksmanni líður miklu betur þegar hann er kona en þegar sálin dvelst í líkama karlmanns. Þegar líkaminn er karlkyns verður um meiri ögmn að ræða hvað varðar sjálfskarma. Þessi sál mun hneigjast til að geyma líf sem karlmaður þar til á eldri aldursskeiðum sálar- innar. Þama em líka á ferð erfiðleikar við að eiga samneyti við, skilja og tengjast lágtíðnihlutverkum en engu að síður munu þau verka mjög aðlaðandi í augum þessa einstaklings. Honum er auðveldara að skilja og tengjast þeim sem hafa háa tíðni. 2. Stríðsmaður með 15% tíðni er þéttur í vemnd sinni, stöðugur og fer hægt yfir. Setjum svo að hann hafi að auki 90% karlorku og 10% kvenorku. Þetta orsakar meiri vellíðan í lífum sem lifað er sem karlmaður og venjulega lætur svona einstaklingur líf í konulíkama bíða síðari aldursskeiða sálarinnar. Þau líf verða þessari sál meiri ögmn en hin hvað varðar sjálfskarma. Hún mun eiga í erfiðleikum með að skilja og tengjast hárri tíðni, einstaklingum sem hafa mikla kvenorku, en mun jafnframt laðast að þeim síðamefndu. Það verður auðveldara fyrir þessa sál að tengjast og skilja einstaklinga sem hafa hátt hlutfall karlorku. 3. Sögumaður sem hefur miðtíðnihlutfall þ.e. 50% er 65 L.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.