Sindri - 01.10.1920, Síða 7
SINDRI
llL GANGUR tímarits þessa er í fám orðum sá, að út-
breiða meðal manna þekkingu á iðnfræðum, verklagi og nýj-
ustu framförum á þessum suiðum. Ennfremur á það að vekja
nánari athygli á iðnaði þeim sem rekinn er nú í landinu,
kenna mönnum að hagnýta sjer hann sem best, og loks að
greiða fyrir nýjum iðnaði og iðnaðarframförum.
Wjer viljum eigi lofa um of, en vifjum gera alt er vjer get-
um til þess að rit þetta geti fullnægt þeirri miklu þörf, sem
hjer er á tímariti fyrir iðnrekendur, iðnaðarmenn og ada þá,
er áhuga hafa fyrir iðnfræðilegum má/efnum.
Ritið á að ná til allra — vjer viljum útbreiða það fyrst
og fremst meðal iðnfræðinga, iðnaðarmanna, mótor- og vjel-
gæslumanna, bifreiðarstjóra, símamanna og a/Ira þeirra er á-
huga hafa fyrir iðnfræði, og er það ósk vor að sem flestar
stjettir landsins lesi það og geti fundið í því fróðleik á þeim
sviðum er það nær til.
Ennfremur er ritinu ætlað að vera málgagn þeirra er
áhuga hafa á þeim málefnum er í því verða rædd. Bjóðum
vjer því öllum, er þess kynnu að óska, að senda oss ritgerðir
iðnfræðilegs efnis.
Hefti það er birtist hjer með verður hið eina á þessu ári
og verður nokkurs konar tilraun. Fái ritið þær viðtökur, sem
vjer höfum ástæðu til að búast við, hefst nýr árgangur um
næstu áramót og verður ritið úr því gefið út reglulega fjór-
um sinnum á ári. Eigi mega menn taka þetta hefti sem full-
komið sýnishorn af ritinu eins og það á að verða. Vonumst
vjer til þess að það verði svo fjölbreytt að hefti þetta sýni
eigi nema fæstar hliðar þess. Verðum vjer að treysta nokkuð
á samvinnu lesenda ritsins, svo að vjer getum haft það sem
best við þeirra hæfi. I því trausti látum vjer ritið þannig frá
oss fara, en vonum að það kafni aldrei undir nafni.
Virðingarfylst,
ÚTGEFENDURNIR.