Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 9
SINDRI
Aldar-afmæli rafsegulsins.
í sumar, 21. júlí, voru liðin 100 ár frá því er H. C. Orsted
birti tiiraunir þær og athuganir er hann hafði gert viðvíkjandi
áhrifum rafstraums á segulnálina. Hefir þessa merka viðburðar
verið minst um mest-allan heim, en aðalhátíðahöldin munu
hafa verið í Danmörku, föðurlandi Orsteds. Sökum þess, að
erfitt var að koma þeim við á sjálfum afmælisdeginum, var
þeim frestað til loka ágústmánaðar. Samtímis var fundur hald-
inn í Iðnfræðafjelagi íslands, hjer í Reykjavík, þar sem Orsteds
var minst og lesin upp ritgerð hans, er hjer fer á eftir í ís-
lenskri þýðingu eftir Steingrím Jónsson, raffræðing.
Allir sem nokkuð eru kunnugir raffræði, vita hvaða þýðingu
uppgötvun Orsteds hefir haft fyrir raftækni nútímans, því að án
hennar myndum vjer eigi hafa flest þau raftæki er vjer höfum
nú til þess að gera oss lífið þægilegt og skemtilegt.
Frá því á dögum Gilberts, í Englandi, um 1600, hefir rafið
jafnan dregið að sjer athygli mestu vísindamanna hvers tíma,
og á 220 ára tímabilinu, frá 1600 til 1820, getur sagan
margra merkra manna er fleyttu þekkingunni á rafi og
notkun þess nokkuð fram. Má þar nefna Þjóðverjann von
Guericke, sem um miðja 17. öld bæði smíðaði rafvjel og
sýndi fram á ýms fyrirbrigði um leiðslu rafs eftir efnum.
Ennfremur má telja Boyle, Hauksbee, Stephen Gray, Dufay,
von Kleist, Benjamín Franklm, Volta, Le Sage, Coulomb,
Galvani og Humphrey Davy.
En svo má segja, að með uppgötvun Orsteds myndist nýtt
tímabil í sögu rafsins. Er nógu gaman að líta yfir og sjá
hverjir þá voru uppi af þeim mönnum er frægir hafa orðið