Sindri - 01.10.1920, Page 15
SINÐRI
ALDAR-AFMÆLI RAFSEQULSINS
9
nálar eða nálar úr svonefndu gummi lacca þegar lík tilraun
er gerð með þær.
]eg skal nú taka fram nokkur atriði af því sem sagt hefir
verið til skýringar á þessum fyrirbrigðum. Rafsnerran getur að-
eins tekið til segulmagns efnanna. Rafsnerran virðist fara gegn-
um alla ósegulmagnaða hluti. En segulmagnaðir hlutir, eða
rjettara sagt segulagnir þeirra, virðast á hinn bóginn sporna
við að hleypa rafsnerru í gegn og af því leiðir að þeim verður
bifað við árekstur þessara andstæðu krafta.
Það er auðsætt á athugunum þeim er að ofan greinir, að
rafsnerran eru ekki eingöngu í tauginni, heldur breiðist hún
jafnframt út í umhverfið, eins og þegar hefir verið tekið fram,
og það jafnvel eigi allskamt.
Sömuleiðis má draga þá ályktun af athugununum, að raf-
snerran fari í hringa, því aðeins þannig virðist geta staðið á því,
að sami hluti taugarinnar hreyfir skautið í austur þegar hann
er settur undir það, en í vestur sje hann settur fyrir ofan. En
sú er náttúra hringhreyfingarinnar, að hún er á hverjum stað
öfug við hreyfingarstefnuna andspænis í hringnum. Auk þess
virðist svo sem hreyfingin hljóti að fara eftir skrúf- eða gorm-
línu, þegar tekin er til greina hreyfingin eftir tauginni. En þó
eru menn, að mínu viti, engu nær fyrir þetta, þegar skýra
skal fyrirbrigði þau er fyr getur.
011 þau áhrif á norðurskautið, sem hjer er skýrt frá, verða
auðskilin, ef menn setja svo, að rafafl eða raffyld afturskauts-
ins, fari eftir rjettsnúnu skrúfi og ýti norðurskauti segulnálar-
innar á undan sjer, en hafi engin áhrif á suðurskautið. A
sama hátt skýrast áhrifin á norðurskautið, ef menn hugsa sjer
að raf eða rafafl framskautsins fari í öfuga átt og geti haft
áhrif á suðurskautið, en ekki hitt.
Að þetta lögmál er náttúrunni samkvæmt sjest betur með
því að endurtaka tilraunirnar, en með langri skýringu. Það er
mikill hægðarauki að því að sýna stefnu rafaflanna í tauginni
með máluðum eða rispuðum merkjum, þegar öðlast skal rjettan
skilning á tilraununum.
Við það sem jeg hefi nú sagt, vil jeg ennfremur bæta
þessu: ]eg hefi sýnt fram á það í bók sem kom út fyrir 7