Sindri - 01.10.1920, Síða 18
12
IÐNAÐAR-HUGLEIÐINGAR
SINDRI
blómgast hjer engu síður en annars staðar, sjeu þær reknar
á skynsamlegan hátt. Auðsuppsprettur eigum vjer í sjó og á
landi og sem betur fer hafa ýmsir atorkumenn ausið úr þeim,
einkum hvað sjávarútveg snertir. En afurðirnar fara óunnar
eða hálfunnar í önnur lönd og eru því mikið óarðvænni en
ella. Fyr eða síðar munum vjer eins og aðrar þjóðir komast
að raun um, að hagur einstaklinga og þjóðarinnar fer eftir*
því hve mikið og vel er unnið úr því, sem náttúran leggur
oss til.
Hjer má lauslega minnast á þær iðnaðargreinar, sem í fljótu
bili virðast vera arðvænlegar.
LVSISVINSLA.
Onnur aðal afurð útvegsbænda er lýsið, sem að mestu leyti
er selt óunnið til útlanda fyrir lítið verð í samanburði við það,
sem fá mætti fyrir unnið lýsi, bæði á útlendum og innlendum
markaði. Lýsis meðferð hjá oss er eins og menn vita, á mjög
lágu stigi, enda verður það tæplega notað til annars en leður-
verkunar og verður því ekki búist við háu verði fyrir það er-
lendis. Venjulega er óhreinsuð lifrin látin í tvíbytnur eða ámur;
við geymsluna sjálfrennur hún að nokkru leyti í ílátunum,
tekur í sig súrefni og þránar þess vegna. Sjálfrunnið lýsi er í
fyrstu gulleitt, en fari það að rotna í ílátunum, verður það
brúnleitt og daunilt. Síðari árin hefir lýsis meðferðin dálítið
batnað, að því leyti, að lifrin er brædd áður en trefjarnar
rotna. En lýsið getur samt ekki talist fyrsta flokks vara sök-
um þess, að lifrin er illa hreinsuð í ílátin og tunnurnar verða
fyrir áhrifum lofts og sólar, en þau valda þráa. Meðferðin
verður að breytast til batnaðar, því fyrsta flokks lýsi er dýr-
mætara en margur hyggur. All langt er síðan menn vissu að
lýsið var of dýrmætt til notkunar í venjulegu ástandi. Var því
reynt að hreinsa það á ýmsan hátt og breyta því í feitmeti.
Hreinsunin var lengi vel ófullkomin, en nú kunna menn ráð
til þess að breyta lýsi í ágætis viðbit og læknislyf, en úr-
ganginn nota þeir til iðnaðar og skepnufóðurs. Arðvænlegust
þykir lýsishersla. Við slíka meðferð breytist lýsið að útliti og