Sindri - 01.10.1920, Page 19

Sindri - 01.10.1920, Page 19
SINDRI IÐNAÐAR-HUGLEIÐINQAR 13 ástandi, en líkist mest góðri jurtafeiti, enda er allmikið farið að nota það til smjörlíkisgerðar og á annan hátt til viðbitis. Lýsinu er breytt þannig með vatnsefni, hita og þrýstingi, en öllu þessu höfum vjer gnægð af, ef oss tekst að virkja foss- ana. Arðvænlegt þykir einnig að gera lyfjalýsi, en það er gert á þann hátt, að nýleg lifur er eimbrædd við 45—55° C., að því loknu er lýsið kælt að -s- 10° C. Við kuldann skilst lýsið og losnar við harðgerð feitiefni, en þau eru einkar hentug til sápugerðar. Sje nú lýsið hreinsað með þessum aðferðum, sem um er getið, eru tvær allstórar iðnaðargreinar hjer sjálfsögð afleiðing lýsisvinslunnar, sápugerð og smjörlíkisgerð, einkum ef tólgarhreinsun kæmist einnig á. Af þessu má sjá, að inn- lendan markað mætti fá fyrir mikið af því lýsi, sem kynni að aflast. Vjer greiðum árlega fyrir smjörlíki um 800.000 krónur og fyrir sápu nálægt 250.000 krónur. Það er því hagur fyrir þjóðina að geta notfært sjer hráefnin í stað þess að selja þau til útlanda fyrir hálfvirði og kaupa svo aftur háu verði þann varning, sem gera má úr þeim heima fyrir. Urgangsefni þau, er verða til við lýsisvinslu má nota við ýmsan smáiðnað og til áburðar, auk þess eru trefjarnar allgóður fóðurbætir, sje hreins- uninni hagað á þann hátt, að þær verði eigi samruna soran- um. Eftir annara þjóða reynslu er lýsisvinsla mjög arðvænleg atvinnugrein og myndi einnig verða það hjá oss, enda stönd- um vjer talsvert betur að vígi með þennan iðnað en aðrar þjóðir, sökum hinna ágætu fiskimiða. Samfara stórfeldri lýsisvinslu yrði vitanlega unnin feiti úr síld og fiskinnýflum. Slík feitisvinsla myndi verða oss nota- drjúg, einkum sökum þess, að ágætis fóðurmjöl má gera úr úrganginum, sem að líkindum yrði ódýrara en erlent fóður. Vel væri ef framtakssamir útvegsmenn tækju mál þetta til íhugunar, því hjer er tvímælalaust um atvinnugrein að ræða, sem komið gæti sjávarútvegi vorum að ómetanlegu gagni. Auk þess skapast skilyrði fyrir aðrar iðnaðargreinar, eins og áður er sagt og um leið væri landbændum trygt hagkvæmt skepnu- fóður.

x

Sindri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.