Sindri - 01.10.1920, Síða 20
14
IÐNAÐAR-HUGLEIÐINGAR
SINDRI
MJÓLKURNIÐURSUÐA.
Mjólk er sú fæðutegund, sem ávalt er þurð á við sjávar-
síðuna og stafar það frá samgönguleysi fremur en því, að
bændur hafi ekki mjólk til aflögu. Mjólkurleysi verður tilfinn-
anlegra með ári hverju í kauptúnunum, einkum þar sem mikið
er um sjávarútveg. Menn verða því að kaupa allmikið af nið-
ursoðinni mjólk frá útlöndum, en það er neyðarúrræði, því
þótt gert sje ráð fyrir að vatnið í mjólkinni rýrni um rúman
helming við niðursuðuna, þá er samt um allmikinn vatnsflutn-
ing að ræða. Auk þess flytst hingað miklu meir af mjólkur-
líki1 en ómengaðri mjólk.
Nýkomin verslunarskýrsla Hagstofunnar sýnir, að árið 1917
var aðkeypt niðursoðin mjólk fyrir 276.004 krónur, en mjólk-
urinnflutningur hefir aukist síðan. Hjer er því um allálitlega
fjárhæð að ræða, sem árlega er goldin til útlanda fyrir varn-
ing, sem auðvelt er að framleiða heima fyrir með góðum
hagnaði. Aðstaðan er hjer víða góð; má þar til nefna Olfusið,
sem eitthvert grasgefnasta svæði á landinu. Kúpening mætti
að minsta kosti tvöfalda þar og tryggja sjer þannig næga
mjólk til niðursuðu. Nú vill svo vel til, að í Olfusinu eru
nægilega heitir hverir til þess að eima með mjólkina og vatns-
afl á hentugum stað rjett við þjóðbrautina. Umbúðasmiðja
verður að sjálfsögðu að vera samfara niðursuðu; hana mætti
reka með vatnsafli, auk þess loftdælur þær, sem notaðar eru
til þess að tæma loftþunga úr mjólkursuðuhylkjunum, en hann
er tæmdur svo unt sje að eima mjólkina við lægra suðumark
en ella. Reykjahverir í Olfusi, sem eru rjett við vatnsaflið, eru
meir en nógu heitir til þess að eima mjólkina og hita upp
framleiðsluskálana og sparast því eldiviður með öllu.
Mjólkin er venjulega eimd við 48—50° C.; sje hitastigið
hærra, er hætt við að mjólkursykurinn í henni breytist og
geri hana litljóta, auk þess verður mjólkin bragðverri sje hún
heitt of mikið og samlagast ver vatni, þegar hún er þynt til
1 Mjólkurlíki er gert þannig, aö jurtafeiti og sykur er látiö í undanrennu og sam-
steypan jöfnuö meÖ þar til geröum vjelum.