Sindri - 01.10.1920, Side 23
SINDRI
NÁMUIÐNAÐUR
17
til rannsókna. Hvorttveggja er hættulegt og óhyggilegt, og
gerir erfitt að koma fram hlutlausum og nauðsynlegum rann-
sóknum. Það virðist því ekki úr vegi að SlNDRI, sem hið
fyrsta alþýðlega iðnfræðirit lslands, flytji lesendum sínum
nokkrar alþýðlegar greinar um þessi efni.
Það er ekki tilætlun mín að semja í þetta sinn svo ítar-
legar greinar, að þær taki alt með eða verði nægileg kenslu-
bók í námuiðnaði. Heldur ekki verður farið út í hin vísinda-
legu grundvallaratriði, sem notuð eru til sönnunar hinum ýmsu
kenningum í fræðigreinum þeim, er ræddar verða hjer á eftir.
Það sem jeg hefi í huga, er að skýra frá hverjar þessar
fræðigreinar eru og í sjerstökum greinum síðar meir að gefa
stutt og auðskilið yfirlit yfir hverja þeirra fyrir sig.
jARÐFRÆÐI.
(Geology.)
Þekking á því, hvað er verðmætt í jörðunni og hvað ekki, og
hvar og hvernig verðmætanna beri helst að Ieita, heyrir undir
jarðfræðina. Frá námufræðilegu sjónarmiði skiftist því jarð-
fræðin í tvent, vísindalega jarðfræði, sem rannsakar og skýrir
myndunarsögu jarðskorpunnar og samsetningu hennar, og hag-
nýta jarðfræði, sem aðallega fæst við þekkingu á myndun og
samböndum verðmætanna. En þar sem hagnýta jarðfræðin
verður að sækja allan fróðleik sinn og heimildir til þeirrar
vísindalegu, þá verður altaf að læra vísindalegu jarðfræðina
fyrst, sem undirstöðu undir hina.
STEINAFRÆÐI.
(Minerallogy.)
Eftir að jarðfræðin hefir gefið bendingu um það, hvar verð-
mæta sje helst að leita í jörðunni og í hvers konar sam-
böndum þau geti verið, þá verður að taka steinafræðina til
aðstoðar til að þekkja steina þá og málmsambönd, sem finn-
ast á rannsóknarstaðnum. Þetta er oftast erfitt að gera nema
hægt sje að ná í fersk og órotin sýnishorn, því vatn og sýrur
loftsins ásamt tætingsöflum veðráttunnar breyta svo útliti hinnar
ystu jarðskorpu, að upphaflegt útlit bergtegundanna er orðið
2