Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 24

Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 24
18 NÁMUIÐNAÐUR SINDRI óþekkjanlegt. Þessi breyting eða rotnun bergtegundanna af áhrifum loftsins er kölluð veðrun. Það er sjaldnast að steinafræðingurinn geti haft nægileg áhöld með sjer á rannsóknarferðum út um sveitir, til að geta sagt ákveðið á staðnum hvaða bergtegund sje um að ræða og hver sje samsetning hennar. Hann verður því að taka óveðruð sýnishorn með sjer þangað, sem nægileg áhöld eru fyrir hendi, rannsaka þau þar og leysa upp í frumefni sín. Slík uppleysing og athugun á steinum og málmum er nefnd MÁLMFRÆÐI (Metallurgy) og fer fram í málmfræðideild efnarannsóknarstofunnar. Hún byggist aðallega á efnafræði og er því allítarleg þekking á þeirri fræðigrein nauðsynleg. Hin endanlega vinsla málmanna og verðmætanna úr samböndum sínum í jörðunni (hráefnun- um) byggist aðallega á málmfræðinni og efnafræðinni, svo og hagnýting hvers þess efnis, sem finst í samböndum við hrá- efnin, þótt annars væri að engu metið. Þegar ákveðið er að virkja beri einhverja námu, annaðhvort vegna þess, að þörfin heimti efni það, sem um er að ræða, enda þótt vinsla þess gefi lítinn eða engan hreinan arð, eða af því, að náman eða jarðlögin eru svo auðug að arðberandi efni, að töluverður hagur er að vinslunni, þá er byrjað að grafa — náman opnuð — og þá kemur til kasta NÁMUFRÆÐINNAR. Hún fjallar um öll þau efni er að námugreftrinum lúta, að gera hann haganlega, öruggan og arðberandi. • Námufræðin skiftist í eftirfarandi aðalgreinar: a. Námupitti (Shafts), það er lóðrjett göng eða pitti niður í jörðina, hvernig best er að grafa þá og gera þá örugga. b. Námugöng og jarðgöng (Tunnels), lárjett og skáhöll göng neðanjarðar; gröft þeirra og öryggi. c. Námugröft (Excavation); hvernig jörðin er holuð út og verðmætin tekin úr henni án þess að slys hljótist af. Undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sindri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.