Sindri - 01.10.1920, Síða 25
SINDRI
NAMUIÐNAÐUR
19
þessa þrjá undanfarna liði heyra sprengiefnin, tegundir
þeirra, tilbúningur og notkun.
d. Loftrásin (Ventilation) og námulofttegundir (Mine gases).
Um þörfina og möguleikana til að knýja stöðugt nægilegar
birgðir af hreinu andrúmslofti niður í og út um námuna,
bæði til að minka hitann og reka í burtu hinar banvænu
lofttegundir er ávalt myndast í námum.
e. Flutning (Transport), bæði neðan jarðar, upp úr námunni
og ofan jarðar.
f. Boranir. Þær eru gerðar bæði ofan jarðar og neðan, til
rannsóknar á svæðum þeim og jarðlögum, sem ráðgert er
að grafa í og nema.
Samtímis því, að byrjað er á námu eða pitt-greftrinum,
verður að hugsa fyrir vjelum og vjelafli til að vinna með.
Ofan jarðar eru venjulega notaðar bæði gufu og rafvjelar,
en eingöngu hinar síðarnefndu neðanjarðar. Þeir sem eiga að
sjá um námuna og stjórna rekstri hennar, verða því að hafa
allgóða þekkingu á bæði
GUFUVJELUM OG RAFFRÆÐI.
Ef slys ber að höndum, eða eitthvað fer úr Iagi, þá er
það verkfræðingurinn sem ber ábyrgðina, stjórnar björgun og
kemur lagi á.
LANDMÆLINGAR
bæði ofan jarðar og neðan, og svo samtenging ofan og
neðan-jarðar mælinganna, er óhjákvæmileg fræðigrein fyrir
sjerhvern verkfræðing, sem nokkuð þarf að skifta sjer af
námurekstri. Ofan-jarðar mælingarnar eru eitt af aðalatriðun-
um, sem áætlanir og útreikningar byggjast á, og þegar farið
er að reka námuna, þá er það lífsskilyrði að vita um hvern
einasta blett neðanjarðar, hver sje hinn tilsvarandi staður á
yfirborði jarðarinnar. Annars er ekki hægt að vita hvenær
komið er að hættulegum stöðum eða landamærum hverrar
námueignar.