Sindri - 01.10.1920, Side 32
26
VERNDARBR]EF OQ EINKALEYFI
SINDRI
skriflega lýsingu uppfundningarinnar fylgja hverri einkaleyfis-
umsókn. 1 Bandaríkjunum var þetta enn fullkomnara; þar var
fyrirskipað að hafa í lok lýsingarinnar grein sem skýrði í
stuttu máli frá því, hvað var talin uppfundning og krafist
verndar á sem slíkri. Þennan lið, sem nú nefnist »einkaleyfis-
krafa«, var umsækjanda fyrst lagt í sjálfsvald að útfylla, en
árið 1828 skipaði einkaleyfisskrifstofan svo fyrir, að reglu
þessari skyldi fylgja framvegis. Flest allar þjóðir, sem hafa
einkaleyfislög, hafa nú samskonar ákvæði í þeim.
En einkaleyfisveitingar án sjerfræðilegrar prófunar nægðu .
ekki; kærur komu yfir veitingum verðlausra einkaleyfa, ‘og
hinum mörgu einkaleyfis málaferlum. Svo voru sett ný lög í
júlí 1836, og eru þau talin grundvöllur hinna núgildandi
einkaleyfislaga Bandaríkjanna. Aðalatriði laganna voru þessi: —
Sjerhver sá, er telur sig hafa fundið eitthvað upp, getur
sótt um einkaleyfi til forstöðumanns einkaleyfisskrifstofunnar,
sem getur veitt leyfið gegn fullnægingu ákveðinna lagaákvæða.
Umsækjandi verður að láta fylgja umsókninni lýsingu af upp-
fundningunni og skýra nákvæmlega frá, hvað hann telji sína
uppfundningu. Ennfremur verður hann að lýsa því, undir eiðs-
tilboði, að hann áliti sig hinn eina og rjetta uppfundninga-
mann þess, er hann sækir um einkaleyfi á. Prófun skrifstof-
unnar var í því fólgin, að athuga hvort uppfundningin væri
ný og hvort umsækjandi væri hinn rjetti uppfundningamaður.
Lög þessi veittu útlendingum rjett til þess að sækja um
einkaleyfi í Bandaríkjunum, en þeir urðu að gjalda meira fyrir
leyfið. Einkaleyfi kostuðu útlendinga 300 dollara, Englendinga
500 dollara, en Bandaríkjaþegna 30 dollara.
Onnur ríki fóru nú einnig að setja lög og reglur um vernd-
un uppfundninga, Austurríki árið 1810; Rússland árið 1812
og Prússland árið 1815. I Prússlandi voru kröfur einkaleyfis-
skrifstofunnar svo harðar, að einkaleyfisveitingar voru mjög
sjaldgæfar.
Svo sem fyr var getið, giltu einkaleyfislögin frá 1624 yfir
tvær aldir í Englandi. Á því tímabili urðu miklar framfarir í
iðnaði, en lögin voru hin sömu, enda fór svo, að lög þessi,
sem í upphafi voru mjög þörf, urðu til þess að draga úr