Sindri - 01.10.1920, Page 34
28
VERNDARBRjEF OQ EINKALEYFI
SINDRI
hverri einkaleyfis-umsók, og sje mönnum heimilt að senda
rökstudd mótmæli gegn einkaleyfisveitingu; þau hafa ákvæði
um að einkaleyfisgjöld hækki þriðja og sjöunda árið, og loks
mæla þau svo fyrir, að prenta skuli einkaleyfis-lýsingarnar,
svo að alþýða geti sjeð hvaða einkaleyfi á uppfundningum
hafi verið veitt.
Um þetta leyti voru deilur miklar í Prússlandi um það,
hvort veita skyldi uppfundningamönnum einkaleyfi. Alitu sumir
að öll einkaleyfi væri einokun, aðrir vildu launa uppfundninga-
mönnum af alþjóðafje gegn því, að ríkið fengi eignarrjett að
uppfundningunum, en þriðji flokkurinn kvað rjettast að vefta
einkaleyfi sem gilda skyldi ákveðinn tíma.
Þeir sem andstæðir voru einkaleyfisveitingunum unnu loks
það á, að prússneska stjórnin sendi fyrirspurnir um það til
verslunarráðanna, hvort veita skyldi einkaleyfi á nýjum upp-
fundningum, og urðu svör meirihlutans þau, að rjettast væri
að veita engin einkaleyfi. En þýska verkfræðingafjelagið ljet
þá semja frumvarp til nýrra einkaleyfislaga og var það gagn-
ólíkt hinum gildandi lögum.
Arið 1873 var haldin heimssýning í Vínarborg, og í sam-
bandi við hana alþjóðalegt einkaleyfisþing. Skýrðu erlendir
sjerfræðingar þar frá hinum miklu og góðu áhrifum einka-
leyfisveitinga á allar framfarir í iðnaði.
A heimssýningunni í Fíladelfíu sást enn betur hverja þýð-
ingu góð einkaleyfislög hafa, því þar bar ameríski iðnaðurinn
langt af þeim þýska, og gat nú þýska stjórnin ekki lengur
dregið að taka til athugunar tillögur þær er henni höfðu borist.
Hún samdi frumvarp til nýrra einkaleyfislaga sem gengu í
gildi 1. júlí 1877. Lög þessi giltu til 1. október 1891; þá
gengu í gildi ný lög, sem gilda nú. Samkvæmt lögum þessum
fer prófun uppfundningar fram á þenna hátt.
Embættismenn einkaleyfisskrifstofunnar rannsaka hvort upp-
fundningin sje ný, en ný telst hún ekki hafi henni verið lýst
í blöðum eða ritum hin síðustu hundrað ár; en til þess að
ákveða hvort hún hafi verið notuð opinberlega innanríkis eru
teikning og lýsing af henni birt í blaði er einkaleyfisskrifstofan
gefur út, en teikning og lýsing einnig lögð fram á skrifstof-