Sindri - 01.10.1920, Síða 42
36
GUÐMUNDUR WAAGE
SINDRI
virtust yfirleitt vera. Af skýrslu þessari mátti sjá, að ljóskast
keranna var alloft öðruvísi en vera ber, en af því getur skip-
unum stafað mjög mikil hætta. Guðmundur taldi ástand þetta
svo athugavert, að hann sendi útdrátt úr skýrslu sinni til
Matthíasar Olafssonar alþingismanns, í því trausti að hann
hreyfði málinu á alþingi, eða gengist fyrir því, að hjer kæmist
á eftirlit og löggilding ljóskera. Lítið hefir orðið um fram-
kvæmdir í málinu, en það mun nú vera í undirbúningi og
verður vonandi bráðlega ráðið til lykta. Svo mikinn áhuga
hafði Guðmundur heitinn fyrir ljóskeramálinu, að eftir að hann
veiktist boðaði hann til sín Þorstein Sveinsson, sem lengi Oar
hafnsögumaður á »Fálkanum« og skýrði málið nánar fyrir
honum. Þorsteinn heit. taldi athuganir Guðmundar svo ná-
kvæmar og mikilsverðar, að sjálfsagt væri að leggja þær ti!
grundvallar við athugun málsins.
Guðmundur sál. hafði framúrskarandi námsgáfur og var
hugvitsmaður að upplagi; hann var vel að sjer í eðlisfræði
og ólífrænni efnafræði og auk þess ágætur í stærðfræði.
Nokkru áður en Guðmundur lagðist banaleguna var hann
með athuganir viðvíkjandi ljósmælingum; þessar athuganir
sendi hann kennara sínum í Þýskalandi, er hann hafði nuniið
hjá eðlisfræði og stærðfræði, og fjekk það svar frá honum,
að hann skyldi koma utan til frekari athugana á inálinu og
rjeði honum fastlega til þess að snúa sjer að verkfræðinámi.
Guðmundur heitinn var ágætur smiður, enda er hann af
ætt Skallagríms Kvöldúlfssonar. Einn smíðisgrip lætur hann
eftir sig, er hann ljet á Iðnsýninguna; það er fuglabúr, sem
gjört er af mikilli snild og úr ýmsum málmum, en þeim er
þannig fyrir kornið, að þenslan verði sem jöfnust og engin
skekkja á smíðinni geti komið' til greina við áhrif hita og
kulda.
Guðmundur sál. og Dr. Páll E. Olason voru sammæðra.
Hann bjó með móður sinni til dauðadags og fórst vel við hana.
Iðnfræðafjelaginu er mikil eftirsjá að Guðmundi, því auk hæfi-
leika sinna var hann fjelagslyndur og drengur góður.
GÍSLI GUÐMUNDSSON.