Sindri - 01.10.1920, Side 43

Sindri - 01.10.1920, Side 43
SINDRI Vjer þykjumst vita, að menn vilji fá skýringu á nafni rits- ins og titilblaði, og er þar skemst frá að segja, að Sindri hjet dvergur einn í fornöld, er var mesti hagleiks og kunnáttu- maður. Smíðaði hann gölt einn mikinn með gullburstum, er var gefinn Frey; hringinn Draupni, er Oðinn hlaut og hamar Þórs. Voru gripir þessir allir svo mikilsverðir, að telja má Sindra fornaldar-iðnfræðing. A titilblaði ritsins sjást neðst bræðurnir Sindri og Brokkur við gerð þessara gripa. Vel var nú blásið í aflinn og nema eldglæringarnar hátt við himinn. Fyrir ofan aflinn sjest merki fjelagsins (þríhyrningurinn) og þar upp af nafn tímaritsins. Þá er mynd af H. C. Orsted, vísindamanninum danska, er fyrir einni öld fann rafsegul- magnið og lagði þar með grundvöllinn undir alla raftækni nútímans. Fer SlNDRI á stað með því að minnast þessa merkilega viðburðar, eins og menn hafa þegar sjeð hjer að framan. Annars ætlar ritið að hirða sem minst um liðna tímann, en gefa sig sem mest að nútíð og ókomna tímanum. Vjer höfum lofað lesendum vorum að fræða þá um iðnfræði og iðnað; hvaða iðnaður sje rekinn hjer í landinu og hvaða iðn- að megi haganlega reka hjer. Þeir sem lesa greinar þeirra Gísla Guðmundssonar og Helga H. Eiríkssonar hljóta að finna, að vjer höfum þegar efnt mikið af því sem lofað var. Vonumst vjer til að geta flutt margt fleira nýtilegt frá penna þessara færu manna. — Annars höfðum vjer góðar nýjungar að færa lesendum vorum. Það eru þær er felast í grein Björns Kristjánssonar alþingismanns, um málma er hann hefir orðið

x

Sindri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.