Sindri - 01.10.1920, Page 45

Sindri - 01.10.1920, Page 45
SINDRI Munktells-mótorar. I ágúsmánuði kom hingað sýningarskipið »Munktells V.«. Er það fimta skipið sem sent hefir verið út til sýninga frá Munktells Mek. Verkstads Aktiebolag í Eskilstuna í Svíþjóð. Mótorinn var 48 hestafla, tvígengismótor, með einum cyl., hreyfanlegum skrúfublöðum og að öllu leyti útbúinn sem mó- tor í fiskibáta. Ferð þessi var farin í þeim tilgangi að gefa mönnum kost á að kynnast þessari mótortegund, sem áður var lítt kunn hjer á landi. Var skipið, er það kom hingað, búið að vera víða í Noregi, kom svo hingað til landsins og sýndi vjelina á Norður- og Vesturlandi. Enda þótt slík auglýsingaraðferð sje nýstárleg hjer, er það samt eigi hún sem gefur tilefni til greinar þessarar, nje vakti eftirtekt vora sjerstaklega, heldur er það mótorinn sjálfur, því svo virtist hann bera af þeim tegundum, er áður hafa þekst hjer. Það sem fyrst vakti athygli þeirra er komu og litu á mótorinn var það, hversu rólega hann gekk, eins þó að skrúf- an, í fullum gangi, væri tekin úr sambandi við mótorinn. Mis- munur á gangi mótorsins var ekki finnanlegur, og stafar það af hinum óvenju góða gangráð sem þesssi vjel hefir, og er það afarmikill kostur á öllum vjelum, en þó sjerstaklega þeim, sem notaðar eru í fiskibáta, þar sem gangur vjelarinnar er síbreytilegur meðan verið er að veiðum. 011 leg mótorsins eru S.K.F. kúluleg, að undanskildum sveifarás og bulluáslegi. Verður því núningsfyrirstaðan mjög lítil í vjelinni, og kemur afl mótorsins því framdráttaraflinu að meira gagni, auk þess

x

Sindri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.