Sindri - 01.10.1920, Síða 46

Sindri - 01.10.1920, Síða 46
40 MUNKTELLS-MÓTORAR sindri munu kúlulegin aðeins nota V25 hluta af áburðarolíu þeirri sem annars þyrfti við venjuleg leg. Glóðarhöfuðið er af nýrri gerð og var oss sagt að aldrei hafi bilað glóðarhöfuð á mótornum, sem þó er þriggja ára. Bruninn á eldsneytinu er nær algerlega fullkominn, og því enginn reykur — óbrendar olíuagnir — sem streymir frá mótornum. Þessi mótor notar því eldsneytið betur en aðrir mótorar, sem hjer þekkjast, og hefir það afar mikla þýðingu, sjeð frá sparnaðar- og endingar-sjónarmiði mótoranna, þar sem nær ekkert af eldsneytinu fer til ónýtis. Ventlar mótors- ins eru af nýrri gerð, sem gerir það að verkum, að hávaðinn í mótorhúsinu verður mjög lítill; verður því allur gangur vjel- arinnar svo þýður, að slíku hefir maður ekki átt að venjast. Þar sem hjer er um mjög hentugan hráolíumótor að ræða, sem íslenskir báta- og skipaeigendur þyrftu að kynnast nánar, birtum vjer hjer á eftir útdrátt úr prófskýrslu vjelarannsóknar- stofu sænska ríkisins í Ultuna. Mótor sá, er reyndur var, var 30 hestafla eins cyl. bátamótor. GANGSETNINGARRAUNIN. 1. Frá því er kveikt var í sprittinu og þangað til lampinn var settur á, liðu................................... 5.33 mín. 2. Frá því er lampinn var settur á og þangað til mótorinn var gangsettur, liðu.................... 6.57 » 3. Frá því er lampinn var settur á og þangað til full hleðsla var sett á mótorinn, liðu........... 7.30 » 4. Steinolíu eytt á lampann........................ 0.385 kg 5. Steinolíu eytt á lampann, á hvert hestafl .... 0.0129 » GANGRAUNIN. Hjer að neðan tilfærum vjer orðrjetta skýrsluna um gang- raunina.

x

Sindri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.