Sindri - 01.10.1920, Page 49
SINDRI
Innlendur iðnaður.
Síðustu límar hafa sýnt oss hvaða þýðingu hefir fyrir hverja þjóð, að
hún framleiði sem mest af því er nota þarf í landinu, því sem minst má
nú missast af peningum út úr því. Tímarit þetta ætlar sjer meðal annars
að vekja athygli á iðnaði þeim sem rekinn er hjer í landinu og styrkja
hann eftir mætti. Eru það því tilmæli ritstjórans, að allir iðnrekendur
sendi honum skýrslu um fyrirtæki sín og rekstur þeirra. Verða svo í
hverju hefti ritsins fluttar greinar um fyrirtæki þessi og myndir hafðar
eftir því sem við þykir þurfa, og unt verður, svo að lesendur fái enn
gleggri hugmynd um þau.
IÐNAÐARFVRIRTÆKI OG VORUSÝNING
SIGUR]ÓNS OG EINARS PJETURSSONA.
Mennina þarf ekki að kynna fyrir lesendum — nöfn þeirra
hafa fyrir löngu flogið um alt landið, og eru þeir þektir sem
brautryðjendur á ýmsum sviðum.
Elsta iðnaðargrein þeirra er netagerðin sem talið er að
hafi byrjað 27. nóvember 1915. Mun Sigurjón hafa verið
fyrsti Islendingur sem lærði netagerð til hlýtar og kendi hjer
á landi.
Fyrstu árin voru öll net handunnin, en veturinn 1919—20
var keypt nýtísku netavjel, sem er rekin með vatnsafli. Með
henni má hnýta þorskanet, síldarnet, silungsnet o. fl., og segja
þeir er vit hafa á, að þau reynist fyllilega eins vel og bestu
net erlend. Ennfremur býr Sigurjón til botnvörpunet sjer-
stakrar gerðar, sem kunnugust eru undir nafninu Sigurjóns-
net. Halda íslenskir botnvörpungastjórar margir því fram, að
þau sjeu betri en t. d. ensk.
Vjer birtum hjer á eftir nokkrar myndir er snerta neta-