Bankablaðið - 01.12.1986, Side 5
Frá skrifstofunni
5
Fimmtugsafmæli
Pauli Salmio, formaður finnska
bankamannasambandsins, fyllti
fimmta tuginn þann 20. nóv. sl. Pauli,
sem er góðkunningi margra íslenskra
bankamanna, hefur starfað um langan
tíma í samtökum bankamanna, hann
hóf fyrst störf í sparisjóði verkamanna
um 1960 og hefur starfað þar æ síðan.
Hann hefur verið formaður í Ptl síðan
1978. Einnig á Pauli sæti í stjórn NBU.
SBÍ sendir Pauli bestu hamingju-
óskir á þessum tímamótum.
Helgi Hólm, Guðrún Ástdís Ólafsdóttir og Hinrik Greipsson. Myndin er tekin á Trún-
aðarmannanámskeiði í Munaðarnesi.
Helgi Hólm og Guðrún Ástdís
kveðja SÍB
Oft er skammt stórra högga á milli
segir máltækið. Það hittist svo ein-
kennilega á, að tveir af þremur starfs-
mönnum SÍB hafa nú sagt upp störfum
í sama mánuðinum.
Guðrún Ástdís Ólafsdóttir, fræðslu-
fulltrúi, mun láta af störfum í lok
janúar. Hefur hún i huga að afla sér
frekari menntunar í náinni framtíð.
Guðrún á að baki fimm ára farsælt
starf hjá SÍB og hefur sérstaklega
trúnaðarmannafræðslan aukist og
batnað undir hennar stjórn.
Undirritaður, ritstjóri þessa blaðs og
framkvæmdastjóri SÍB, hefur einnig
sagt starfi sínu lausu. Ég hefi ákveðið
að hverfa til nýrra starfa í heimabæ
mínum, Keflavík. Ritstörfin verða svo
sem ekki langt undan, því ég mun m.a.
ritstýra tímaritinu FAXI, en það blað
hefur verið gefið út í Keflavík í 46 ár.
Hér með er komið á framfæri
kveðjum frá ofannefndum starfs-
mönnum SÍB til hinna fjölmörgu fé-
laga í SÍB sem við höfum starfað með á
undanförnum árum. Sérstakar þakkir
eru sendar til hinna fjölmörgu trúnað-
armanna SÍB víðs vegar af landinu,
sem verið hafa hjá okkur á námskeið-
um og fundum. Það hefur verið sér-
staklega gaman að starfa með ykkur.
Helgi Hólm.
Nýtt félag í SÍB
Viðtalstímar
formanns
Við það að tekin var í notkun hluti af
fyrstu hæðinni að Tjarnargötu 14
skapaðist góð aðstaða fyrir stjórn og
aðra þá fjölmörgu sem taka þátt í
starfinu innan SÍB. Nú hefur Hinrik
Greipsson, formaður SÍB, ákveðið að
hafa sérstaka viðtalstíma þar sem m.a.
fulltrúar starfsmannafélaganna og
einstakir félagar geta spjallað við hann
um hin ýmsu mál sem upp koma.
Viðtalstímarnir verða á þriðju-
dögum sem hér segir:
1. og 3. hvern þriðjudag kl. 10-12.
2. og 4. hvern þriðjudag kl. 17-19.
Geta menn hvort sem er komið
staðinn eða þá hringt í síma 91-26944.
Starfsmannafélag Lánasjóðs íslenskra
námsmanna var á fundi stjórnar SÍB
þann 22. október sl. tekið í raðir þeirra
félaga sem eiga aðild að sambandinu.
Þar með eru félögin orðin 18 að tölu.
Inngangan var samþykkt með fyrir-
vara, þar sem þing SÍB verður að stað-
festa hana. í félaginu eru nú 23 starfs-
menn og eru þeir taldir félagar frá og
með 1. nóvember 1986. Fyrsti for-
maður félagsins er Magnús Guð-
mundsson.
Félagið mun senda áheyrnarfulltrúa
á 35. þing SÍB sem haldið verður
dagana 10.-11. apríl á næsta ári.
Hinrik formaður á „beinni línu.”