Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 7
7 ER JAFNRÉTTI í ÞÍNUM BANKA? Ef svo er ekki hvað er þá til úrbóta í þeim athugunum sem gerðar hafa verið að undanförnu hefur komið í ljós að menn líta jafnréttismál mjög misjöfnum augum. Við höfum fengið nokkra félaga SÍB til að velta fyrir sér þessum málum og við spurðum: Er jafnrétti í þínum banka? ÓlöfÞ. Haraldsdóttir: Margs konar misrétti viðgengst í bankanum. Launamisrétti milli karla og kvenna er duldara en áður. Ýmsar aukagreiðslur eru inntar af hendi, sem ekki er talað um. Allar þessar sposlur veikja siðferðis- og baráttuþrekið. Enn erfiðara er fyrir konur að fá stöður eftir því sem valdapýramídinn hefur hækkað og stækkað. Klíkuskapurinn hefur aukist. Hvað er til ráða? Samstaða, umræða um málin, sofna ekki á verðinum. Lausnin er ekki fólgin í því að ganga í klíkurnar, heldur þarf að breyta starfsháttum. Bankar eru í eðli sínu afturhaldssamar stofnanir og eru því dæmigerðir fyrir karlaveldið í þjóðfélaginu. Halldóra Sveinbjömsdóttir: Til þess að konur nái jöfnum rétti við karla, þarf að verða hugarfarsbreyt- ing. Að þessari hugarfarsbreytingu þurfum við að vinna markvisst, t. d. með því: 1. Að styrkja sjálfstraust kvenna. Að því má vinna með aukinni menntun, svo sem í formi námskeiða eða með aukinni fjölbreytni í starfi t. d. með meiri tilfærslum milli deilda, útibúa eða jafnvel stofnana. 2. Að dreifa ábyrgð heimilanna. Það er viðurkennt að ábyrgð á uppeldis- og heimilisstörfum hvíli fyrst og fremst á konum og veldur því oft að þær hafa ekki þrótt til að taka á sig aukna ábyrgð úti á vinnumark- aðnum. Þessu þurfum við að breyta með því að auka möguleika karla til að taka þátt í uppeldisstörfum t.d. með fæðingaror- lofi fyrir feður og aukinni athygli á því að frí vegna veikinda barna nær ekki eingöngu til mæðra. 3. Að hafa strangt eftirlit með því að konur séu ekki beittar misrétti í launum (sömu laun fyrir sömu vinnu). Þessu eftirliti er best framfylgt með því að við séum sjálfar vakandi yfir því og látum ekki hið minnsta tilefni af- skiptalaust. Linda Óskarsdóttir: Nei, því miður er ekki jafnrétti í mínum banka. Misrétti kemur aðallega fram í launum og stöðuveitingum enda fylgist þetta tvennt oft að. Varðandi launamismun, þá eru karl- arnir ekki bara ráðnir inn í bankann á hærri launum, heldur eru þeir líka mun fljótari upp launastigann en konurnar. Mismunurinn er mikill og það er ekki bara í bönkunum sem skjótra úrbóta er þörf í þessum efnum, heldur líka í þjóðfélaginu í heild. Misrétti kemur líka fram í stöðu- veitingum, en þar er þó ails ekki ein- göngu við yfirmenn bankans að sakast, því í flestum tilfellum virðist ekki vera farið eftir kyni umsækjanda þegar ráðið er í auglýstar stöður. Þar virðast konurnar sjálfar vera aðalvandamálið, ef svo má að orði komast. Þær sækja hreinlega ekki um, þó svo að þær eigi alla möguleika á að fá stöðuna sem Frh. á bls. 9 Jafnréttisnefndir í seinustu kjarasamningum varð samkomulag um að stofna jafnréttis- nefnd SÍB og bankanna sem á að leggja mat á stöðuna í jafnréttismálum í bönkunum og koma með tillögur í sam- ræmi við það. í nefndinni sitja 3 full- trúar frá S.Í.B. og jafnmargir frá bönkunum. Einnig varð samkomulag um að beina því til starfsmannafélaga bank- anna að stofna jafnréttisnefndir. Hlutverk nefndanna skal vera að leggja mat á stöðuna í jafnréttismálum í bönkum og koma með tillögur. Nefnd- irnar áttu að skila skýrslum fyrir 1. nóvember til jafnréttisnefndar S.Í.B. og bankanna. Fljótlega eftir að þetta samkomulag náðist var skipað í 16 jafnréttisnefndir innan bankanna. Þessar nefndir hafa starfað af miklum áhuga í sumar og haust og hafa borist vandaðar skýrslur til SÍB um þessi mál. Ljóst er að ýmis- legt þarf að laga og er nú unnið á fullu við að samræma niðurstöður. Þessar niðurstöður verða síðan lagðar fyrir banka, en tillögur þeirrar nefndar verða lagðar fyrir samninganefnd- irnar í næstu kjaraviðræðum.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.