Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 13

Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 13
13 6) Meðferð vandamála sem upp kunna að koma á vinnustað. Þátttakendur vinna þar að auki í hópvinnu að sam- eiginlegum verkefnum og skila niðurstöðum. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru: Guðrún Ástdís Ólafsdóttir, fræðslu- fulltrúi SÍB, Helgi Hólm, fram- kvæmdastjóri SÍB, Diðrik Haraldsson, Ungmennafélagi íslands, Inga Kjartansdóttir, Landsbanka íslands, Hinrik Greipsson, formaður SÍB og stjórnarmenn sambandsins. Trúnaðarmannanámskeið II. Námskeiðið var haldið í húsakynnum SÍB að Tjarnargötu 14. Námskeið þetta er beint framhald af trúnaðarmanna- námskeiði I. Og voru því allir þeir, er höfðu lokið þeim áfanga boðaðir á það. Námsefnið á þessu námskeiði, sem er beint framhald af trúnaðarmannanám- skeiði I, er viðameira en á fyrra nám- skeiði. Farið var í alla þá þætti sem þar voru teknir fyrir. Þar að auki var fyrir- lestur um „HVAÐ ER VÍSITALA" sem Björn Arnþórsson kom mjög vel til skila. Rætt var um STARFSEMI SÍB, hvað væri að gerast, og hvað væri á stefnuskrá. Fyrir svörum sátu Hinrik Greipsson, formaður SÍB, Sólveig Guð- mundsdóttir, stjórnarmaður SÍB, ásamt starfsmönnum SÍB. Starfsemi NBU var kynnt og lögð sérstök áhersla á TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ Arne Hamre formaður samtaka banka- manna i Bergen flytur mál sitt. NBU sem haldið er árlega. Guðrún Ástdís fræðslufulltrúi SÍB skýrði frá hvernig staðið væri að þessum nám- skeiðum, og þeir þátttakendur sem valdir voru til fararinnar á síðasta námskeið skýrðu frá reynslu sinni. Það voru þau Eva Örnólfsdóttir, Sam- vinnubanka, Soffía Axelsdóttir, Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis og Gunnar Atlason, Búnaðarbanka. Sér- stök áhersla var lögð á eftirfarandi efnisliði á námskeiðinu: Kjarasamningar SÍB og bankamanna. Farið var all ítarlega í allar greinar kjarasamningsins. Þátttakendur skiptu sér í hópa og fóru rækilega í gegnum hverja grein samningsins með það í huga að gera tillögur til samn- inganefndar SÍB um úrbætur í kom- andi kjaraviðræðum. Er þegar búið að senda viðkomandi aðilum þessar til- lögur. Er mjög ánægjulegt og nauðsyn- legt að félagsmenn taki virkan þátt í kjarabaráttu okkar, með því að koma á framfæri við rétta aðila því sem þeir vilja láta leggja áherslu á í samninga- viðræðum. Leiðbeinendur voru Hinrik Greipsson og Helgi Hólm. Störf trúnaðarmannsins á vinnustað. Á þeim lið dagskrár er var réttindi og skyldur trúnaðarmanna var sérstök áhersla lögð á hverjar skyldur trúnað- armanna eru gagnvart samstarfs- mönnum og yfirmönnum annarsvegar og starfsmannafélaginu og SÍB hins- vegar. Settu þátttakendur svið ýmis vandamál sem upp hafa komið á vinnu- stöðum og fundu lausn á þeim. Mikil umræða varð um nauðsyn þess að yfir- menn gerðu sér ljóst í hverju starf trúnaðarmannsins væri í raun fólgið. Og eru þeir hér með hvattir til að kynna sér það hið fyrsta. Benda má á að samn- ingurinn um trúnaðarmenn er á bls. 38 og 39 í kjarasamningi SÍB og bankanna. Á skrifstofu sambandsins er einnig hægt að fá allar upplýsingar um skyldur trúnaðarmanna. Leiðbein- andi var Guðrún Ástdís Ólafsdóttir. Starf smannaf undir. Það er ljóst að ógjörningur er fyrir stjórn og starfsmenn SÍB að vera í beinu sambandi við alla félagsmenn. Og þar kemur trúnaðarmaðurinn til skjalanna. Hann er okkar tengiliður er við treystum á, að komi því til skila til sinna samstarfsmanna sem við biðjum hann um. En hvernig er best að standa að því? Jú, með því að halda reglulega fundi á vinnustað. Bæði með sam- starfsmönnum og yfirmönnum. Þannig ætti að myndast gott og traust sam- starf sem er nauðsynlegt fyrir trúnað- armanninn. Að öðrum kosti á hann erfitt með að starfa sem skyldi og koma því til skila sem með þarf. Á námskeiðinu er því sérstök kennsla í Hópverkefni skilað og metið. Guðrún Ástdís fer yfir niðurstöður hópsins. Við borðið sitja talið frá vinstri: Vilborg Kristjánsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir og Sigrún Guðnadóttir.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.