Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 16

Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 16
16 Trúnaðarmannafrœðsla hafði gott lag á að fá okkur til að finnast við vera gífurlega efnileg. Guðrún Ástdís fræddi okkur um rétt- indi en þó aðallega skyldur trúnaðar- manna. Eftir námskeiðið verður það okkar fyrsta verk að halda fundi með samstarfsmönnum okkar og yfirmönn- um og síðan reglulega hér eftir. Einnig munum við efla samstarf við starfs- mannafélag okkar og senda SÍB línu öðru hverju um störf okkar. Síðan var farið í hópvinnu þar sem leyst og leikin voru verkefni um trúnaðarmenn. Meðan helmingur þátttakenda var í meðferð hjá Helga Baldurssyni fékk hinn hlutinn fyrirlestur um trúnaðar- mannanámskeið sem haldin eru árlega á vegum NBU. Seinast sóttu þau Gunnar Atlason, Eva Örnólfsdóttir og Soffía Axelsdóttir þetta námskeið. Þau mættu öll hjá okkur og ásamt Guðrúnu Ástdísi, sem var leiðbeinandi þar, miðluðu af reynslu sinni og hvöttu okkur til að ganga í fótspor sín. Eftir hádegi á fimmtudag sátu þau Hinrik Greipsson, Sólveig Guðmunds- dóttir, Helgi Hólm, Guðrún Ástdís og Kristín Guðbjörnsdóttir fyrir svörum um störf SÍB. Var margt rætt og vægast sagt fjörugar umræður. Útibússtjóri Iðnaðarbankans á Selfossi, Stefán Garðarsson. í framhaldi af umræðu um kjara- samninga var hópnum skipt í fjóra minni hópa og fengið það verkefni að leggja fram hugmyndir um kröfugerð í næstu kjarasamningum. Eftir hádegi á föstudag fluttu hóparnir síðan tillögur sínar og kom mjög margt athyglisvert fram. En nú var fólk farið að ókyrrast því framundan var Selfossferð og því dreif formaður SÍB, Hinrik Greipsson, í að slíta námskeiðinu. Á Selfossi fórum við fyrst í ágæta heimsókn í Iðnaðarbankann. Þáðum þar veitingar og röbbuðum við starfs- fólk. Fórum fróðari og léttari af þeim stað og héldum til kvöldverðar á Hótel Selfoss. Af skiljanlegri ástæðu var stansað þar eins stutt og hægt var. Og nú var stefnan tekin á Landsbankann á Selfossi. Þar voru flutt skemmtiatriði, bæði af skemmtinefnd úr okkar hópi og af heimamönnum. Loks var dansað, drukkið og duflað fram eftir nóttu. Heim komumst við á þriðja tímanum um nóttina eftir velheppnað námskeið. Á stjórn og skrifstofa SÍB heiður skilið fyrir góða skipulagningu og fjölbreytt efnisval. Við viljum líka þakka Guðnýju fyrir þá framtakssemi og þann kjark að standa fyrir boðinu á Selfoss með ágætum stuðningi annarra heimamanna. (Pistill þessi er saminn af ritnefnd trúnaðarmannanámskeiðs II). Rit Seðlabankans um efnahagsmál: Seðlabanki íslands I ritum Seðlabankansfærð þú upplýsingar og greinagerðir um efnahagsmál. I Hagtölum mánaðarins birtast tölfræðilegar upplýsingar og greinar. Economic Statistics er ensk ársfjórðungsleg útgáfa með svipuðu efni og Hagtölur. / Fjármálatíðindum birtast greinar um hagfræði og efnahagsmál. Hagfræðideild . P.O. Box 160, 121 ReyKjavík, s:20500.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.