Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 19

Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 19
ÓlafurÖm Ingólfsson: BREYTT VIÐHORF í BANKAMÁLUM Frá því í febrúar 1984 hafa innláns- stofnanir smám saman verið að fá aukið frelsi í vaxtamálum. Með lögum um viðskiptabanka og sparisjóði sem gildi tóku í byrjun þessa árs og nú síðast með gildistöku nýrra laga um Seðlabanka þann 1. nóvember sl. ákveða innlánsstofnanir sjálfar alla inn- og útlánsvexti (nema vanskila- vexti) svo og þjónustugjöld. Að vísu áskilur Seðlabankinn sér íhlutunarrétt í vaxtaákvarðanir inn- lánsstofnana „ til að tryggja að raun- vextir útlána innlánsstofnana verði eigi hærri en þeir eru að jafnaði í helstu viðskiptalöndum íslands svo og til að draga úr óhæfilegum vaxtamun milli inn- og útlána”. Þar sem raun- vextir eru mjög mismunandi milli landa svo og innan hvers lands er vandséð hvernig þessu ákvæði verður framfylgt. Einnig er Seðlabanka ætlað það erfiða verkefni að meta hvað sé hæfilegur vaxtamunur. Áhrif Seðla- bankans á vaxtaþróun koma því fyrst og fremst til með að verða í gegnum þau vaxtakjör sem bankarnir njóta í Seðlabanka og með útgáfu eða inn- lausn skammtíma skuldarviðurkenn- inga á frjálsum markaði eða á Verð- bréfaþingi, sem stofnað var á sl. ári af Seðlabanka, Landsbanka, Iðnaðar- banka, Fjárfestingarfélaginu og Kaup- þingi. Millibankamarkaður þ.e. skammtíma fjármögnun bankanna innbyrðis á vafalaust eftir að hafa vaxandi áhrif á vaxtaþróun þegar fram líða stundir. En ný löggjöf um bankana felur í sér fleira en frelsi í vaxtaákvörðunum. Þar eru gerðar kröfur um að eigið fé banka sem hlutfall af niðurstöðutölum efna- hags sé ekki lægra en 5%. Þá er einnig í lögunum ákvæði sem segir að fast- eignir og búnaður sem bankar nota til starfsemi sinnar mælt sem hlutfall af eigin fé megi ekki vera yfir 65%. Samkvæmt lögunum þarf ekki lengur leyfi til stofnunar útibús. Þær kröfur sem lögin gera um eiginfjárhlutfall og fastafjárhlutfall setja þó bönkunum takmarkanir í stofnun útibúa og gerir meiri kröfur en arðsemi fjárfestinga í framtíðinni. Af öðrum ákvæðum þessara laga sem þegar hafa haft áhrif á starfsemi innlánsstofnana, og munu hafa meiri áhrif þegar frá líður, er heimild inn- lánsstofnana til að eiga í öðrum fyrir- tækjum sem reka skylda starfsemi. í þessu greinarkorni er þó eingöngu fjallað um hefðbundna starfsemi banka. Meiri stöðugleiki í verðlags- málum og jákvæð ávöxtun fjármagns síðastliðin misseri hefur jafnframt haft veruleg áhrif á þróun f jármagns- markaðar í heild með verðbréfasjóð- um, fjármögnunarleigu o.fl. sem væri efni í aðra grein, og sem bankarnir eru nú þegar þátttakendur í. Einnig hafa nokkrir bankanna í æ ríkara mæli farið út í verðbréfaviðskipti sérstaklega skuldabréfaútboð fyrir fyrirtæki og viðskipti á Verðbréfaþingi. Með til- komu Verðbréfaþings á að vera auð- veldara en áður að losa um fé sem bundið er í spariskírteinum ríkissjóðs og öðrum verðbréfum sem skráð eru á þinginu. Aukið frelsi á fjármagnsmarkaði hefur haft í för með sér vaxandi sam- keppni milli banka og annarra aðila á fjármagnsmarkaði. Þetta nýja starfs- umhverfi og aukin samkeppni fela í sér aukið aðhald fyrir innlánsstofnanir. Stjórnun þeirra þarf að vera í stöðugri endurskoðun í þeim tilgangi að auka hagkvæmni í rekstri, að þróa nýjar tegundir þjónustu og sjá til þess að starfsfólk sé í stakk búið til að takast á við sífellt margbreytilegri verkefni. í þessu aukna frelsi geta falist miklir möguleikar fyrir bankamenn í náinni framtíð. En það verður einnig að gera auknar kröfur um virkari þátttöku þeirra sjálfra í að móta starfsumhverfi sitt.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.