Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 30
30
Formenn SÍB ásamt Joan Peter Vest, formanni félags bankafólks í Færeyjum.
möguleika til að sameina störf og
fjölskyldulíf, ásamt þátttöku í öðrum
þáttum þjóðlífsins.
Miklu skiptir á hvaða tímum dagsins
vinna manna fellur. Það er ekki hægt
að samþykkja, að vaktavinna eigi sér
stað utan tölvudeilda og vinna utan
eðlilegs dagvinnutíma ætti ætíð að
vera í algjöru lágmarki.
Hlutfallið milli opnunartíma og
vinnutíma skuli ætíð vera slíkt, að
nægur tími vinnist til að ljúka dag-
legum störfum án mikils álags á
starfsfólkið. NBU-samböndin þurfa þá
ætíð að hafa áhrif á mál eins og opnun-
artíma, stefnu í starfsmannamálum og
skipulag vinnunnar.
Vinnuvernd: Unnið skal að því að
draga sem mest úr öllum skaðlegum
áhrifum í vinnuumhverfinu, hvort sem
þau eru líkamleg eða sálræn.
ÁRSÞING NBU í KÖGE
Dagana 9.-12. sept var haldið í Köge í
Danmörku ársþing NBU — norræna
bankamannasambandsins. Þing þessi
eru haldin á þriggja ára fresti og eru
setin af fulltrúum allra sambandanna.
Að þessi sinni sat þingið áheyrnarfull-
trúi Starvsfólkafélag Sparikassann í
Færeyjum, Jóan Petur Vest, en þar
hefur nú starfað félag í nokkra mánuði.
Hefur færeyska félagið náin samskipti
við danska sparisjóðasambandið —
DSFL.
Fulltrúar á þessu þingi NBU voru
þau Hinrik Greipsson, Hrafnhildur B.
Sigurðardóttir og Helgi Hólm. Einnig
var Friðbert Traustason áheyrnarfull-
trúi.
Á þinginu var f jallað um mjög mörg
mál, en sérstaka athygli vakti umræða
um efni er nefndist „Verkefni fjár-
magnsmarkaðarins í dag og í fram-
tíðinni.” Viðskiptalífið er háð stöðug-
um breytingum og við verðum að
fylgjast með. Umræður urðu líflegar
og heitar.
Þingið samþykkti stefnumörkun
fyrir næstu þrjú ár. Skal nú í stuttu
máli farið yfir nokkra helstu liðina.
Meðákvörðunarréttur: Lögð var
áhersla á rétt starfsmanna til að eiga
þátt í þeim ákvörðunum sem teknar
eru á hverjum tíma í bönkunum. Segja
má að þetta sé grundvallaratriði, því
alloft eru teknar ákvarðanir sem hafa
mikil áhrif, án þess að fulltrúar starfs-
manna séu hafðir með í ráðum.
Vinnuöruggi: Starfsmenn verði í
hvívetna varðir gegn óæskilegum
áhrifum, s.s. vegna skipulagsbreyt-
inga, eða breytinga á starfsmanna-
stefnu bankanna.
Eftirlaunaréttindi: Þrátt fyrir að
eftirlaunaréttindi bankafólks um öll
Norðurlöndin séu í nokkuð góðu lagi,
þá skal unnið að því, að gera þau þannig
úr garði, að þau verði sveigjanlegri.
Þessi réttindi þurfa að geta fallið betur
að réttindum hvers einstaklings.
Launamál: Hin almenna regla skal
vera sú að allt bankafólk eigi rétt til
sambærilegra launa. Með þetta í huga
vill NBU vinna að því að koma á launa-
kerfi sem leggur fyrst og fremst
áherslu á góða menntun og starfskunn-
áttu. Með því væri tryggð góð endur-
nýjun innan stéttarinnar og að starfs-
menn hefðu stöðugt hvatningu til að
takast á við ný verkefni.
Vinnu- og opnunartími: NBU vill
stefna að styttingu vinnitímans, m.a. til
að skapa fleiri atvinnutækifæri. Jafn-
framt gefur styttri vinnutími meiri
Tækniþróun: Tækniþróunin er ekki
aðeins spurning um nýja þætti, heldur
hefur hún áhrif á þætti eins og vinnu-
öryggi, vinnuumhverfi og almennt á öll
kjör starfsmanna. Af þessum sökum
verður að tryggja rétt starfsmanna til
að fylgjast með og hafa áhrif á þá
þróun sem fram fer á hverjum tíma. í
þessu skyni verður að gefa fulltrúum
starfsmanna kost á þeirri menntun og
þjálfun sem nauðsynleg er til að þeir
geti sett sig nægilega inn í þá hluti sem
eru að gerast.
Starfsmenntun: Allir starfsmenn
banka skulu eiga rétt á nauðsynlegri
grunnmenntun. Menntun þessi skal
vera þannig úr garði gerð, að hún
tryggi góða þekkingu á eðli starfa og
þjónustu í bönkunum. Með því móti er
tryggt, að í bönkunum sé á hverjum
tíma hæft starfsfólk. Jafnframt er lögð
á það áhersla að hinar hröðu og stöðugu
breytingar sem eiga sér stað í banka-
viðskiptum leggi þá skyldu á herðar
bankanna, að þjálfun og endurmennt-
un tarfsfólksins verður ávallt að vera
forgangsverkefni.
Jafnrétti: Jafn rétti í bönkunum skal
miða að því, að gefa bæði konum og
körlum jafna möguleika til að þróa og
nýta sína hæfileika. Vinnumarkaður-