Bankablaðið - 01.12.1986, Síða 31
31
inn þarf að þróast þannig, að konur og
karlar fái jafna möguleika til að bera
ábyrgð á heimili og börnum. Reynsla
karla og kvenna getur bæði verið lík og
ólík. Til að reynsla beggja fái notið sín,
þá ber að sjá til þess, að bæði kynin séu
að finna í öllum störfum og á öllum
sviðum innan bankanna. Sama gildir
um störf innan stéttarfélaganna.
Lagabreyting.
Á þinginu var samþykkt breyting á
lögum NBU hvað varðar fjölda þing-
fulltrúa. Hér eftir verða þingfulltrúar
60 alls og þingforseti að auki. Minnsta
aðildarsambandið fær 4 fulltrúa, en
síðan skiptast hinir fulltrúarnir í sam-
ræmi við fjölda félaga.
Einnig voru samþykktar eftirfar-
andi reglur um fjölda stjórnarmanna,
en þar tilnefna samböndin sína full-
trúa:
1 í stjórn ef félagar eru undir 3000.
2 í stjórn ef félagae eru 3000-10000.
3 í stjórn ef félagar eru 10000-40000.
4 í stjórn ef félagar eru yfir 40000.
Nýr forseti NBU.
Á þinginu lét Kaj Öhman af embætti
sem forseti NBU og í stað hans var
kjörinn Fritz P. Johansen. Fritz hefur
starfað lengi að málefnum banka-
manna og er hann núverandi formaður
norska bankamannasambandsins —
NBF.
Næsta þing verður haldið í Noregi
árið 1989.
Austurstræti 12 Simar 91 -27077 & 91 -28899
Hótel Sogu við Hagatorg 91-622277 Akureyn Skipagotu 14 96-21400
<j NBU-
meistarar
í fótbolta
Það hefur verið fastur liður á þingum NBU
að fram fari keppni í fótbolta á milli þjóð-
anna. Þar sem fulltrúar SÍB nægðu ekki í
sérstakt lið, þá var gengið til liðs við annað
danska liðið — DSFL. Er skemmst frá því að
segja, að hið sameinaða lið sigraði í keppn-
inni og lagði alla andstæðingana að velli. Á
myndinni sést hið harðskeytta lið sem var
skipað leikmönnum af báðum kynjum — að
sjálfsögðu.