Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 35
35
Strikið við Gammel Torv. Berlitz-skólinn í baksýn.
Tryggvi Eiríksson:
Námsferð á vegum SÍB
í sumar sem leið átti ég þess kost að
fara til Danmerkur sem styrkþegi
Sambands íslenskra bankamanna. Út-
hlutaði SÍB mér öðrum af tveimur
styrkjum sem veittir voru í tilefni 50
ára afmæli sambandsins. Var styrk-
urinn gjöf frá Norræna bankamanna-
sambandinu sem varið skyldi til efl-
ingar starfi SÍB.
Þessi ferð átti eftir að verða heil-
mikið ævintýri fyrir mig og fjölskyld-
una enda vorum við sex vikur í ferð-
inni.
Lagt var upp með Norrænu frá Seyð-
isfirði 14. júlí og var bíllinn tekinn
með. Allur aðbúnaður í Norrænu er
mjög góður og um borð er m.a. spila-
salur, fríhöfn og 2 veitingasalir, að
ógleymdum næturklúbbnum sem
opinn er fram á nótt.
Ferðin til Danmerkur gekk vel enda
var veður gott og enginn þjáðist af
sjóveiki. Norræna er reyndar búin sér-
stökum veltibúnaði sem gerir hana
stöðuga á sjó. Eftir tveggja daga
siglingu komum við til Hansholm á
Norður-Jótlandi. Hansholm er fjöl-
farin ferjuhöfn en þangað koma m.a.
ferjur frá Noregi, Englandi og Fær-
eyjum auk ferja frá meginlandi Evr-
ópu. Eru reyndar uppi hugmyndir um
að stækka þessa höfn enn frekar og
auka þjónustu við ferðamenn með
byggingu þjónustu- og verslunarmið-
stöðva.
Frá Hansholm er um 8 klst. akstur til
Kaupmannahafnar, þangað sem ferð-
inni var heitið. Þar sem Norræna
kemur að landi um kl. 4 síðdegis er
raunar upplagt að gista a.m.k. eina nótt
á leiðinni og við fundum vinalega
sveitakrá á miðri leið. Það er ekki
vandi að finna gistingu á Jótlandi, því
krár og lítil gistiheimili eru fjölmörg.
í Kaupmannahöfn gistum við í íbúð á
Amager sem við vorum svo heppin að
fá leigða af íslenskum námsmönnum,
sem voru heima í sumarfríi.
Amager liggur miðsvæðis og vel við
samgönguleiðum og það er ein af
ástæðunum fyrir hversu vinsælar
þessar íbúðir eru hjá íslenskum
námsmönnum.
Skólinn sem ég var skráður í heitir
Berlitz og er skammt frá Ráðhústorg-
inu á miðju „Strikinu”. Það er ekki
hægt að segja annað en umhverfið og
næsta nágrenni sé líflegt. Strikið troð-
fullt af fólki á ferð og flugi og kaffi-
húsin og útibarirnir þéttsetnir bakatil
við Frúarkirkjuna.
í Berlitz skólanum eru aðallega
kennd tungumál og starfar hann í
mörgum löndum, en í Danmörku er
hann í Kaupmannahöfn og Álaborg.
Stofnunin er einnig þekkt fyrir útgáfu-
starfsemi ýmiskonar, svo sem útgáfu
orðasafna, landkynningarbóka o.fl.
Skólinn státar af 100 ára starfs-