Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 36

Bankablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 36
36 reynslu á sínu sviði og hefur útskrifað 10 milljón nemendur. Má segja, að nemendafjöldinn segi nokkuð til um gæði skólans og vinsældir. Skólinn er að sama skapi nokkuð dýr og 2-3 vikna námskeið kostar um 10-20 þús. ís- lenskar krónur eftir tímafjölda. Kennslan byggist mest á töluðu máli, samtalsæfingum og þjálfun í að hlusta á mælt mál. Nemandinn nær frá upp- hafi tökum á því að tjá sig og hugsa á nýja málinu. Árangur kemur í Ijós miklu fyrr en ef beitt er hinum hefð- bundnu aðferðum með málfræði- kennslu og þýðingum. Öll kennsla er skipulögð eftir getu og óskum hvers nemanda og fer annað hvort fram í einkatímum eða minni hópum. Hægt er að velja eins marga tíma og hver óskar en að jafnaði er lágmarkslengd námskeiða 10-15 tímar. Námskeið það sem ég sótti var í dönsku og samfélagsfræði. Sérstök áhersla var lögð á dönsk efnahagsmál og viðskiptalíf. Var námskeiðið mjög gagnlegt og upplýsandi og framfarir skjótar enda var um einkakennslu að ræða. Þóttist ég þó kunna ýmislegt fyrir en alltaf er samt hægt að bæta við kunnáttuna. Tel ég mig heppinn að fá slíkt tækifæri til að rif ja upp dönskukunn- áttuna og kynnast Dönum og lífshátt- um þeirra af eigin raun. Þar sem námskeiðið stóð einungis hálfan daginn gafst ennfremur tæki- færi á að skoða sig um í borginni. Kaupmannahöfn hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn, söfn, gamlar byggingar og f jölbrey tta veitingastaði. Það er skemmtileg upplifun að ganga um Strikið og umhverfi Ráðhústorgs- ins, skoða Nyhavn og fylgjast með vaktaskiptum hjá lífvörðum drottn- ingar við Amalienborg. Sömuleiðis má enginn missa af því að skoða Haf- meyjuna við Löngulínu. Tívolí skemmtigarðurinn frægi er í miðborg Kaupmannahafnar og það eru víst fáar höfuðborgir i heiminum sem geta státað sig af slíkum skemmtigarði í hjarta borgarinnar. Segja má að Kaupmannahöfn og Norður-Sjáland myndi eitt samfellt svæði fyrir ferðamanninn. Margir fall- egustu og frægustu staðir Danmerkur eru innan seilingar frá borginni. Dags- ferðir út á land eru því mjög vel til fallnar. Hróarskelda er ein af elstu borgum Danmerkur en þó eru þar ekki margar gamlar byggingar, þar sem eldsvoðar hafa tekið sinn toll. í dag er bærinn nútímalegur og þjónar sem verslunar- staður stóru væði. Markaður er haldinn tvisvar í viku árið um kring þar sem hægt er að kaupa nýjan fisk, ávexti, blóm og grænmeti svo ekki sé minnst á sölu á notuðum munum og skrauti, sem svo mjög setur svip sinn á staðinn. Dómkirkjan í Hróarskeldu á enga sína líka í Danmörku. Bygging hennar hófst um 1170 og var ekki lokið fyrr en í upphafi 15. aldar. Dómkirkjan er sömuleiðis grafhýsi fyrir konungsfjöl- skylduna og skiptist í margar kapellur þar sem kóngar og drottningar hvíla. Stórt safn víkingaskipa sem grafið var upp í firðinum er njög forvitnilegt. Skammt frá Hróarskeldu er Lejre, I 000% ■ ■■ I c B 1 | OT

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.