Bankablaðið - 01.12.1986, Page 39
39
Skrifað undir kaupsanning. Frá vinstri eru Sigurður Guðmundsson, fulltrúi seljenda,
Sigurður Geirsson, gjaldkeri SÍB, Hinrik Greipsson, formaður SÍB, Helgi Hólm, fram-
kvæmdastjóri SÍB og Gunnar Rósinkranz hinn fulltrúi seljenda.
Húsnæði Bankamanna-
skólans stækkar
mikinn þátt í félagsmálum banka-
manna, hrókur fagnaðar á gleðistund-
um og hugkvæmur skipuleggjari árs-
hátíða og afmælisfagnaða á vegum
Starfsmannafélags Útvegsbankans og
heildarsamtaka bankamanna.
Sigurður var á 40 ára afmæli Starfs-
mannafélags Útvegsbankans sæmdur
gullmerki félagsins fyrir margháttuð
störf og vakandi áhuga á málefnum
þess.
Sigurður átti sæti í stjórn Sam-
bands íslenskra bankamanna í tvö ár
og vann þar ágæt störf, var m.a. full-
trúi stéttarinnar á erlendum vettvangi
og hafði nokkur kynni af norrænum
bankamönnum.
Sigurður var góður liðsmaður
margra gagnmerkra félagssamtaka og
m.a. í forystusveit og stjórn Þjóðrækn-
isfélags íslands og karlakórs Reykja-
víkur.
Eigi skal hér gleymt að geta hinna
margþættu starfa og þjónustu Sig-
urðar í þágu Langholtskirkju og hina
stórkostlegu byggingasögu safnaðar-
ins. Var hann mikill og vakinn stuðn-
ingsmaður kirkjubyggingarinnar.
Hann hefir einnig aðstoðað við
messugerðir og oft annast barnaguðs-
þjónustur.
Sigurður kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Pálínu Guðmundsdóttur,
mætri konu og mikilhæfri, ættaðri úr
Reykjavík, þann 5. nóvember 1949.
Þau hafa lengst af í 37 ára búskapar-
tíð sinni átt heimili að Skeiðarvogi 111
hér í borg. Þar hafa þau átt fagurt og
aðlaðandi heimili og óteljandi unaðs-
stundir með börnum sínum sex, sem öll
hafa fetað í fótspor foreldra sinna, á
sviði dugnaðar og trúmennsku.
Þau eru, Sigurgeir flugstjóri hjá
Flugleiðum, Sigrún, gift Halldóri
Gunnarssyni, Anna Svanhvít, meina-
tæknir, Guðrún Rósa, læknir, stundar
nú framhaldsnám í geðlækningum í
Svíþjóð, Kjartan, verslunarmaður hjá
fyrirtækinu IKEA og Haraldur, náms-
maður, er lauk stúdentsprófi sl. vor.
Mikil sorg hvílir yfir ranni f jölskyld-
unnar að Skeiðarvogi 111.
Ástkær heimilisfaðir er horfinn yfir
móðuna miklu.
Ég votta fjölskyldu, öllum ættingj-
um og vinum Sigurðar Sigurgeirssonar
innilega hluttekningu og samúð.
Minningin þerrar sorgartárin.
Adolf Bjömsson.
í haust kom að því, sem verið hefur á
döfinni í allmörg ár, að húsnæði það
sem Bankamannaskólinn hefur verið í
að Laugavegi 103 var selt og annað
stærra keypt í staðinn. Það vita
kannski ekki allir, að það er SÍB sem
leigir Bankamannaskólanum og hefur
gert það í 20 ár. Það húsnæði er orðið of
lítið fyrir nokkru og hafa menn á und-
anförnum árum verið að líta í kringum
sig eftir heppilegu húsnæði.
Snorrabraut 27—29.
Nú hafa málin skipast þannig, að SÍB
seldi Brunabótafélagi íslands 5.
hæðina að Laugavegi 103, en keypti í
staðinn 4. hæðina í næsta húsi, þ.e. á
horni Laugavegs og Snorrabrautar.
Var húsnæðið keypt tilbúið undir tré-
verk og mun SÍB skila skólanum því
tilbúnu fyrir notkun. Lovísa Christi-
ansen, innanhússarkitekt, var ráðin til
að fylgja því máli í höfn. Reiknað er
með, að Bankamannaskólinn geti hafið
kennslu í hinu nýja húsnæði fyrir
miðjan janúar á næsta ári.
Lýsing á húsnæðinu.
4. hæðin að Snorrabraut 27—29 er öll
með svölum talin um 432,5 nP auk
tveggja bílastæða í kjallara hússins. í
þessu húsnæði er gert ráð fyrir, að
Bankamannaskólinn fái til afnota
mestan hluta, en jafnframt er gert ráð
fyrir að samninganefnd bankanna hafi
þarna aðsetur í framtíðinni. Má því
gera ráð fyrir að samningaviðræður
geti hér eftir farið fram þar. En það er
til mikilla bóta, því að á undanförnum
árum hafa samninganefndirnar verið á
hrakhólum með húsnæði.
Bankamannaskólinn mun þarna fá
mjög aukið kennslurými, auk þess sem
aðstaða kennara og nemenda breytist
mjög til batnaðar.
Fjármögnun.
Við þessi húsakaup hefur þess verið
gætt, að þau komi sem minnst niður á
venjulegri starfsemi SÍB. Hið nýja
húsnæði var keypt á kr. 11,2 milljónir
og reiknað er með, að það kosti 3,8
milljónir að fullklára það. Fyrir
Laugaveg 103 fengust um 5,5 milljónir
og nokkrar krónur voru til í sjóði. Það
sem á vantar verður fjármagnað með
því að ákveðinn hluti af húsaleigunni
fæst greiddur fyrirfram.
Aukin starfsemi skólans.
Skólanefnd og skólastjóri hafa ýmis-
legt nýtt á prjónunum á komandi árum.
Það er trú og von allra þeirra sem að
þessu máli hafa staðið, að starfsemi
skólans geti aukist og dafnað á þessum
nýja stað.