Bankablaðið - 01.12.1986, Page 45
Afmæli Starfsmannafélags
Búnaðarbanka íslands
í febrúar sl. hélt SBI upp á fimmtíu ára
afmæli sitt á hinn fjölbreytilegasta
hátt. Það vakti athygli utan bankans, að
sett var upp sýning á ljósmyndum í
gluggum aðalbankans. Myndir, sem
sýndu brot úr starfi og skemmtunum
þess fólks sem starfaði við bankann
fyrstu áratugina. En annað var gert
sem vakti mun meiri athygli en það
var, að á sjálfan afmælisdaginn,7.
febrúar, tók starfsfólkið sig saman og
bakaði heima og kom síðan með
kökurnar í vinnuna og gaf viðskipta-
vinum bankans að drekka og borða.
Ég hef aldrei orðið var við meiri
ánægju meðal okkar ágætu viðskipta-
vina heldur en þennan dag. Þrátt fyrir
annir, gáfu flestir sér tíma til að
staldra við og spjalla og vildu fræðast
um félagið okkar.. Það sem tvímæla-
laust gerði útslagið með hversu vel
þetta heppnaðist var að fólkið vissi
hverjir höfðu bakað, að þetta var ekki
gjöf frá bankanum, heldur var þetta
fyrirhöfn sem starfsfólkið sjálft lagði
á sig. Eins held ég að fáir komi til með
að gleyma því hvernig eitt móttöku-
herbergi bankastjóra í aðalbankanum
leit út þegar búið var að fylla það af
kökum! En bankastjórarnir voru svo
vinsamlegir að lána okkur herbergið
til þeirra nota.
Síðan var að góðum sið slegið upp
balli laugardaginn 8. febrúar, sem átta
hundruð manns sóttu. Fjöldinn var svo
mikill að ekki reyndist hægt að fá
nægilega stórt hús til þess að hýsa
allan þennan fjölda í einu í mat,
heldur varð að taka tvö hús á leigu og
skemmtiatriði og ræðuhöld voru f lutt á
báðum stöðum og þeyttust skemmti-
kraftar og ræðumenn á milli staða í
bílum og tókst allt dável. — Eins og
verða vill á slíkum tímamótum barst
félaginu fjöldinn allur af gjöfum, en
mest er þó um vert, að um þessa hátíð
og undirbúninginn ríkti samhugur og
rík þátttaka nánast allra í félaginu. Það
var einmitt þetta sameiginlega átak
sem færði okkur saman og bætti enn
þann ágæta anda sem ríkir innan
stofnunarinnar.
Eiríkur Guðjónsson.
Sparisjóðurinn
í Kef lavík
Sjóður Suðurnesjamanna
Við sendum starfsmönnum banka og sparisjóða
um land allt bestu nýársóskir
og þökkum kærlega fyrir samstarfið!