Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 15
Erlent samstarf 15 T rúnaðarmannanámskeið NB U: Vikutími í Voksenásen Árlega er haldið á vegum Norræna bankamannasambandsins námskeið fyr- ir trúnaðarmenn af öllum Norðurlönd- unum. SÍB hefur tækifæri til að senda 3 trúnaðarmenn á þetta námskeið. Þetta árið voru valdar til fararinnar þær Anna Kjartansdóttir, trúnaðarmaður í Lands- banka íslands á Hótel Loftleiðum, Guð- rún Valgeirsdóttir trúnaðarmaður í Út- vegsbanka íslands h.f. á Selt jarnarnesi og Kristrún Guðmundsdóttir, trúnaðar- maður í Landsbanka íslands, skipulagi. Frásögn þeirra af námskeiðinu fer hér á eftir. Við sem þetta skrifum vorum þátttak- endur á trúnaðarmannanámskeiði Nor- ræna bankamannasambandsins, sem haldið var í Osló dagana 6.-11. septem- ber sl. Námskeiðið var haldið á Hótel Voksenásen. Þegar við komum þangað sunnudaginn 6. september hafði helli- rignt allan daginn og var rafmagns- laust. Fyrstu tímana sátum við því og ornuðum okkur við arineld. Um kvöldið fór fram kynning þátttakenda þar sem hver og einn sagði lítillega frá sjálfum sér og sýndi á korti hvaðan hann kom. Morguntrimm hófst kl. 6.30 og fannst sumum það ansi snemmt og sváfu á sínu græna eyra, en aðrir voru hressari og ýmist gengu eða hlupu þarna uppi á hæðinni fyrir ofan Holmenkollen skíða- stökkpallinn. Ekki sást alltaf yfir Osló, en þó kom það fyrir að það birti upp og þá var útsýnið alveg stórkostlegt. Á mánudagsmorgun hittust þátttak- endur frá hverju landi fyrir sig og ræddu um hvers þeir væntu af nám- skeiðinu. Það sem við töldum mikilvæg- ast var að kynnast fulltrúum frá hinum Norðurlöndunum og læra af reynslu þeirra. Að lokinni kynningu á NBU má segja að hið eiginlega starf á námskeiðinu hafi hafist. Námskeiðið byggist á vinnu þátttakenda sjálfra í hópum, þar sem rædd voru mörg málefni. Starfsvett- vangur trúnaðarmannsins var fyrsta umræðuefnið. í ljós kom að reynsla fólks sem trúnaðarmanna er mjög svip- uð. Flestir höfðu í fyrstu verið nánast neyddir í starfið, en fengið síðan áhuga á því. Að loknum umræðum í hópunum hittust allir og gerði hver hópur grein fyrir sínum niðurstöðum í almennum umræðum. Á mánudagskvöldið voru pallborðs- umræður um stöðu verkalýðshreyfing- arinnar í samfélaginu. í þeim tóku þátt fulltrúar frá atvinnurekendum annars vegar og hins vegar frá Norska banka- mannasambandinu og samtökum sem það er aðili að. Tveim dögum var varið í hópstarf og umræður um bankamenntun og breyt- ingar á starfsemi banka. Okkur fannst sérstaklega athyglisvert hversu langt hin norrænu samböndin hafa náð í sam- bandi við starfsfræðslu bankamanna. Hvað tæknina og breytingarnar varðar hafa allir gengið í gegnum sama hlut- inn, við erum þó alltaf aðeins á eftir. Á þriðjudagskvöldið fórum við í stutta útsýnisferð um Osló. í ljósaskiptunum vorum við í Vigelandsgarðinum, þar sem styttur eftir norska myndhöggvarann Vigeland prýða garðinn. Það var stór- kostleg upplifun. Fyrir hádegi á miðvikudag störfuðu þátttakendur í hópum og ræddu efni, sem þeir höfðu sjálfir valið sér. Þar var m.a. rætt um jafnréttismál, vinnu- og afgreiðslutíma og launakjör og launa- kerfi. Það vakti athygli að alls staðar er lögð áhersla á styttri vinnudag og geysi- leg notkun á sjálfsafgreiðslutækjum gerir þörfina fyrir lengri afgreiðslu- tíma minni. Danir virðast bjóða upp á hæst byrjunarlaun í bönkunum, en þau eru svipuð í hinum löndunum. Eftir hádegi á miðvikudag var okkur boðið í heimsókn í Fellesdata, sem er ein af norsku reiknistofunum og þjónar 80% af sparisjóðunum þar í landi. Þar var okkur kynnt starfsemi stofnunar- innar og ýmsar nýjungar í sjálfvirkum afgreiðslutækjum fyrir banka og versl- anir. Voru menn að velta því fyrir sér hvernig banki framtíðarinnar yrði. Menn hafa mikið rætt um svonefnda heimabanka og einnig möguleika starfs- manna á því að vinna heima með tölvur sem eru tengdar beint í bankann eða viðkomandi stofnun. Reynsla þeirra í Fellesdata var sú að um leið og starfs- maður hætti að koma á vinnustaðinn, þá rofnuðu öll tengsl og viðkomandi starfsmaður gafst að lokum upp. Að lokinni þessari heimsókn bauð Norska bankamannasambandið okkur í kvöldverð á stað sem heitir Dröbak. Dröbak er við Oslófjörðinn sunnan- verðan og sigldum við þangað og tók sú ferð um 2 klst. Þar áttum við ánægju- legt kvöld og var síðan ekið til baka. Fimmtudagurinn fór allur í hópstarf og umræður um bankamenntun og breytingar á bankakerfinu. Um kvöldið var kvöldvaka og var þar ýmislegt til gamans gert. Námskeiðinu lauk með því að fulltrúi frá hverju sambandi skýrði frá því fyrir hönd síns hóps hvað námskeiðið skildi eftir sig. Við teljum okkur vera reynslunni rík- ari eftir þetta námskeið, þökkum fyrir okkur og hvetjum aðra trúnaðarmenn eindregið til að nýta þetta einstaka tæki- færi sem þessi norræna samvinna býð- ur upp á. íslensku þatttakendurnir á trúnaðarmannanámskeiði NBU ásamt fræðslufulltrúa SÍB.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.