Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 26
26 35. ÞING SÍB 35. þing Sambands íslenskra banka- manna var haldið á Hótel Loftleiðum dagana 9. og 10. apríl. Þing sambandsins eru haldin annað hvert ár og fara þau með æðsta vald í öllum málum þess. 65 fulltrúar frá öllum sautján aðildarfé- lögum SÍB sátu þingið, auk nokkurra áheyrnarfulltrúa. Að auki sat stjórn og varastjórn SÍB þingið, starfsmenn og gestir, en meðal þeirra voru nokkrir Hér sitja við sama borð fulltrúar frá Búnaðarbankanum, Verslunarbankanum, Þjóðhags- stofnun og Seðlabankanum. Þingfulltrúar heimsóttu Bankamannaskólann í nýju húsnæði. Hér er verið að kynna sér tölvumálin og þau virðast hreint ekki leiðinleg, ef dæma má af svip f jórmenninganna. fyrrverandi formenn sambandsins og fulltrúar bankamannafélaga á Norður- löndum, auk framkvæmdastjóra NBU, Norræna bankamannasambandsins. Við setningu þingsins fluttu fulltrúar ASÍ, BSRB, BHM og FFSÍ stutt ávörp og kveðjur. Fjölmörg mál voru rædd á þinginu. Kjaramálin voru ef st á baugi, enda voru bankamenn þá enn með lausa samninga frá áramótum. Samningar tókust svo undir lok mánaðarins, 29. apríl. Margar ályktanir voru samþykktar á þinginu, m.a. um fræðslumál og endur- skipulagningu Bankamannaskólans, fram- haldsnám og námskeið fyrir banka- menn og almenning., Þá er lögð áhersla á að Bankamannaskólinn skipuleggi fjar- kennslu, sem nýtist bankamönnum utan Reykjavíkursvæðisins. Samþykkt var ályktun, þar sem stjórn SÍB er hvött til að beita sér fyrir breytingu á löggjöf um banka og sparisjóði, þannig að starfs- menn fái tvo fulltrúa í bankaráð með fullgildri aðild. í ályktun um jafnréttismál segir, að grípa þurfi til róttækra aðgerða í þeim málum. Vakin er sérstök athygli á niður- stöðum samnorrænnar launakönnunar 1986, þar sem fram kemur að launamun- ur milli karla og kvenna hefur aukist frá 1983, úr 12,4% í 13,7%. Bent er á ýmsar leiðir til að stöðva þessa öfug- þróun. Loks má nefna að samþykkt var tillaga um að samið yrði um sambæri- legt fæðingarorlof fyrir f eður og mæð- ur. Félagsmenn Sambands íslenskra bankamanna eru nú um 3500. Átjánda aðildarfélagið hlaut inngöngu á þing- inu. Það er VIST, félag starfsmanna VISA íslands, með fjórtán félagsmenn. Langstærsta aðildarfélag SÍB er félag starfsmanna Landsbanka íslands, með 1123 félagsmenn, eða nær þriðjung allra bankamanna. Þingið kaus nýja stjórn SÍB til næstu tveggja ára. Miklar breytingar urðu á stjórn og varastjórn. Aðeins tveir frá- farandi stjórnarmanna sitja í nýju stjórninni, Hinrik Greipsson formaður og Sólveig Guðmundsdóttir annar vara-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.